mánudagur, júní 28, 2004

Bíllinn ofl.

Smátt og smátt er ég að byrja að undirbúa mig. Í dag tók ég smá syrpu með bílinn, hringdi bæði í Eimskip og Samskip og gerði verðsamanburð og þjónustusamanburð.
Samskip er örlítið ódýrari en að öðru leyti nákvæmlega sömu svör. Skipin fara á sömu dögum til sömu staða osfrv. Soldið skrítið.

En alla vega leggur bíllinn aleinn upp í langferð þann 15. júlí og mætir galvaskur í Árósum þann 22. svo ég er búin að láta Magga vita að við séum að fara í bíltúr þann dag ;-)

Um daginn tók ég háaloftið í gegn og verð að viðurkenna að ég var nú bara doldið stolt af mér eftir það. Ég sum sé ryksugaði allt gólfið (ekki nema ca. 9 fermetrar en ég var á fjórum fótum með engan haus að ryksuga 50 ára gamalt ryk úr óhefluðum gólffjölum, svo ekki reyna að gera lítið úr því), lagði svo pappa á allt saman og nelgdi niður og raðaði svo draslinu þannig að nú er hálftómt þarna uppi. Fríðu dót til dæmis sést varla í einu horninu, svo ekki hafa áhyggjur af því Fríða, en ég fæ enn í magann yfir öllu sem þeir báru út mennirnir um daginn, vonandi bara munið þið aldrei eftir að hafa átt þetta allt saman!!

Anyway... það var ca. 40 stiga hiti þarna uppi meðan ryksugan blés stöðugt heitu lofti en Birta lét sig samt hafa það að sitja uppi hjá mér dágóða stund og halda litlujólin af því hún rak augun í jólaskrautskassana.

Nú á ég eftir að vinna í... segi og skrifa... 2 daga!!!
Við héldum ,,35 ára og yngri" partý á laugardaginn og það var rosa gaman og ég ætla bara ekkert að fara nánar út í það!!
Síðan á trúlega að fara út að borða á miðvikudag og svo fékk ég reyndar líka köku á föstudaginn, svo það eru bara stöðug hátíðahöld í vinnunni í tilefni af því að þau eru að losna við mig... hehe ;-)

later aligator...

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

hæ birtumamma - tvær spurn: hvað heldurðu að blogg sé eiginlega? áætlun strandferðaskipa? gefa fólki reykinn af réttunum? neitakk, alvörulesendur vilja alvöru elsku dagbók, með alvöru PARTÍLÝSINGUM, amk úr alvörupartíum. ekkert ekkert-nánar-út-í-það hér. komon görl: hvað gerðist hjá 35 og yngri?
kv forvitin(n?)

30 júní, 2004 22:58  
Blogger BirtuMamma sagði...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

01 júlí, 2004 00:42  
Blogger BirtuMamma sagði...

well, maður fer nú alla vega ekki að gefa anonymous lýsingar á því í smáatriðum... það gætu einhverjar gamlar móðursystur verið að lesa... common!!

Já og svo voru þetta 3 spurningar ;-)

01 júlí, 2004 00:47  
Anonymous Nafnlaus sagði...

TVÆR spurn: hvað stóð í kommentinu sem var fjarlægt??? var það kannski alvöru partílýsing??? jólahvað? móðurhvað? hver...hva...hvu...?
kv forv.

03 júlí, 2004 21:32  

Skrifa ummæli

<< Home