sunnudagur, desember 03, 2006

Tiltekt

Jamm... haldiði að maður sé ekki bara byrjaður á "jóla"hreingerningunni... je sure !
.
Nei nei, bara svona almenn, löngu tímabær, tiltekt í gangi og má til að setja hér inn tvær myndir af afrakstri dagsins (og eina gamla að auki).
.
1. Þetta eru BARA skórnir sem Birta mátaði til að gá hvort þeir væru orðnir of litlir !!! Svo voru öll hin pörin sem við vissum að væru ekki orðin of lítil. Er þetta klikkun eða er þetta klikkun ???
.















.
.
.
.
.
.
.
.
2. Þrjú lítil krútt í janúar 2002
.













.
.
.
.
.
.
.
.
.
3. Eitt soldið stærra krútt í desember 2006, tæpum fimm árum seinna :-D
.

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Blogger/Google

Hmm... blogger eitthvað að stríða mér núna, textinn að hverfa af skjánum og íslenskir stafir í linkum allir í fokki !
Google var víst að taka yfir blogger og vonandi eru þetta bara byrjunarörðugleikar hjá þeim.
Og dónt get mí vrong, mér finnst gúglið æði, sú síða sem ég nota mest af öllum, en ég nenni ekki að laga þessa íslensku stafi núna, veit að fólk um allan bæ, tja og allan heim ef út í það er farið, eru í rusli yfir þessu ;-) ... en bara life with it !!!

mánudagur, nóvember 27, 2006

Guðný stóra frænkan, varð 15 ára !!!! þann 12. nóv.
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN mín kæra, þó seint sé :-)

+++++++++++++++++++++++++++++++++++


Þórdís frænka varð 7 ára í gær, TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN skvísa :-)

Hún er hér í Eye-toy af mikilli innlifun !


+++++++++++++++++++++++++++++++++++

Sykurmolatónleikarnir voru ÆÐI !!

Hér er hægt að sjá upptökur af tónleikunum.

+++++++++++++++++++++++++++++++++++

Mýrin var ÆÐI !!

Rammíslensk með flottri íslenskri tónlist og fullt af flottum tökum af borginni með marglitum þökum og þjóðvegunum með gulri sinu :-)

+++++++++++++++++++++++++++++++++++


Nýr íbúi í risinu er Randalína.
Hún er fædd og uppalin í heimahúsi og því talsvert mannelskari en Aladín greyið var.
Mjög mikið krútt og kemur út úr húsinu sínu þegar við komum heim til að heilsa.

+++++++++++++++++++++++++++++++++++

Todmobile er að gefa út nýja plötu !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ég hlakka rosa til að hlusta á hana. Útgáfutónleikar verða í beinni útsendingu úr sjónvarpssal á föstudagskvöldið svo það er nokkuð ljóst hvar ég verð þá, þ.e. fyrir framan sjónvarpsskjáinn, hef alla vega ekki ennþá gert neitt í því að reyna að komast á tónleikana.

+++++++++++++++++++++++++++++++++++

Við mæðgurnar skemmtum okkur mjög vel í Stokkhólmi. Tæmdum auðvitað barnadeildirnar í hverri H&M verslunni á fætur annarri og skoðuðum hinar og þessar aðrar búðir.
EN fórum líka að skoða gamla bæinn og þar borðuðum við ÆÐISLEGAN mat og drukkum eðalbjór og eðalviskí, serverað af mjög krúttaralegum tattóveruðum töffurum. Skoðið matseðilinn, fengum okkur Elg og Dádýr... ummmmmm... bara snilld. Staðurinn sérhæfir sig í bjór og viskíi og það var hægt að kaupa þarna 1cl af viskíi á 3000 skr !!! Ég fékk mér hins vegar limited edition af sænskum maltbjór og hann var mjög góður.
Hótelið var mjög fínt, borðuðum þar tvö kvöld (sjaldan sem maður borðar kvöldmat á hótelinu þar sem maður gistir en þegar maður er að powershoppa þá er engin orka eftir til að ráfa um og leita að veitingastöðum ;-). Við vorum í herbergi uppá hanabjálka þ.e. efstu (og einu lyftulausu) hæðinni. Aðal kosturinn við það var sá að við höfðum rosa gott útsýni yfir húsin allt í kringum lokaða garðinn á milli. Gátum séð aðeins hvernig fólk í Stokkhólmi býr, sem er eins og áður hefur komið fram smá obsession hjá mér ;-) Skemmtum okkur yfir að skoða draslið á svölunum, hverjir voru með gardínur, hverjir voru að vinna heima á daginn osfrv.

+++++++++++++++++++++++++++++++++++

Þið munið svo eftir að kíkja annað slagið á Dagnýju, mjög góð lesning ef maður er að pirra sig yfir smámunum.

sunnudagur, október 29, 2006

Aladín kominn og farinn :'(

Fyrir tæpum mánuði var ákveðið að fjölga íbúunum í risinu um einn, þ.e. að kaupa hamstur. Mæðgurnar skoðuðu hamstra, búr og aðra fylgihluti í nokkrum gæludýrabúðum og á endanum varð fyrir valinu afar lítill og krúttaralegur albinóa"strákur" í Dýralandi. Hann var enn svo lítill þegar við sáum hann fyrst að hann var ekki tilbúinn til að flyja frá mömmu sinni en við biðum þolinmóðar (í heila 4 daga :-) og sóttum hann svo á föstudagskvöldi fyrir 2 vikum. Hann var hinn sprækasti, ekki kannski yfir sig hrifinn af að láta halda á sér en kom sér vel fyrir í búrinu, borðaði vel, prílaði og hamaðist og bjó sér til notalega holu til að sofa í inni í húsinu sínu.

Nema hvað að á miðvikudagskvöldið síðasta vorum við að reyna að vekja litla krúttið (hamstrar eru sum sé næturdýr) en allt kom fyrir ekki, þrátt fyrir flautuleik heimasætunnar sást engin hreyfing í búrinu. Kom þá í ljós að litli sæti Aladín var dáinn aðeins 6 vikna gamall :-(

Hér ríkir að sjálfsögðu mikil sorg og í dag fórum við og grófum Aladín í litla fjölskyldugæludýragrafreitnum, þar sem Ivanoff og Dímon voru grafnir, en staðsetningin verður ekki gefin upp þar sem sennilega má ekki grafa dýr út um allar trissur :-/

Við erum nú samt ekki búnar að gefast upp á gæludýrahaldi og ætlum að fá okkur annan hamstur þegar við erum aðeins búnar að jafna okkur á þessu áfalli, vonandi gengur betur með hann !

----------------------------------------------------------------------------







Fyndið hvernig lífið fer í hringi! Það var ekkert lítið sem mér fannst gaman að mala kaffi hjá ömmu fyrir vestan þegar ég var krakki og núna verð ég að fara að kaupa kaffið ómalað því Birtu finnst fátt skemmtilegra en að sitja á
gólfinu og mala :-)








----------------------------------------------------------------------------

Þetta finnst mér gáfuleg grein.

----------------------------------------------------------------------------

Tvö elstu Kaupmannahafnar-frændsystkynin okkar voru í heimsókn á Íslandi um daginn. Alltaf gaman að hitta þau :-) Við fórum með þeim í leikhús, sáum Sitji guðs englar og skemmtu börn og fullorðnir sér mjög vel.
Við Birta og mamma sáum líka Footloose í Borgarleikhúsinu um daginn, mjög skemmtilegt en allt öðruvísi sýning auðvitað. '80 þema to die for :-D

----------------------------------------------------------------------------

Og síðast en ekki síst... þá eru 3 Sykurmolamiðar komnir í hús... jibbííí... Ammæli here I come... ef einhver veit netfangið hjá Björk þá má sá hinn sami senda mér það... ég þarf að biðja hana að syngja Ammæli en ekki Birthday !!!

laugardagur, október 14, 2006

Meatballs - Tripper gives Motivational Speech



Ótrúlega fyndin mynd :-D

miðvikudagur, október 04, 2006

Stokkhólmur...

Við mútta erum búnar að bóka okkur ferð til Stokkhólms í nóvember, ætlum að páersjoppa soldið... erum flinkar í því mæðgurnar ;-)
Ég var að reyna að bóka hótelið áðan en þá virkaði ekki fo... draslið. Þoli ekki svona netsíðudrasl sem virkar ekki. Ástæðan var sú að: "Þar sem flest debetkort og mörg kreditkort virka ekki online prófaðu þá annað kort" blebleble... ég prófaði tvö kredit og bæði hef ég notað áður á netinu... DRASL.
Prófa aftur á morgun en annars verð ég bara að finna mér annað hótel, fer alla vega ekki að hringja í einhvern eða eitthvað þannig rugl !

laugardagur, september 30, 2006

Einhvern tíma heyrði ég að fólki finndist yfirleitt skemmtilegastur sá tími ársins sem það er fætt á... well ekki mér.
Ég er soldið búin að kvarta yfir haustinu þetta árið, eins og venjulega, skil yfirhöfuð ekki tilganginn með myrkri, finnst það í alla staði óþarfi. En sem ég var á rúntinum um höfuðborgarsvæðið í gærkvöldi * þá fattaði ég einn "ljósan" punkt sem fylgir hausti og myrkri !
Maður getur farið að horfa inn um gluggana hjá fólki, séð hvernig það býr og stundum hvað það er að gera. Og það finnst mér rosalega skemmtilegt, hneykslist bara eins og þið viljið en ég veit að ég er ekki ein um þetta áhugamál ;-)

* Rúnturinn í gærkvöldi samanstóð af
- mat á Sægreifanum, rosalega góður matur auk þess sem það er frábær upplifun að fara á þennan stað, ætla ekkert að reyna að lýsa því en mæli eindregið með því að fólk prófi !
- Scoop í bíó, Woody Allen - mynd, og bílíf mí ég er ekki Woody Allan manneskja en þessi mynd var ótrúlega skemmtileg !
- skoðunarferð í nýja IKEA, þ.e. keyrt framhjá til að komast að því nákvæmlega hvar það er svo maður geti mætt um leið og það verður opnað ;-)
- Rúntur um Hafnarfjörð í framhaldi af IKEA og kaffi og kaka á Súfistanum við Strandgötuna, krúttlegur staður, gott kaffi og góð kaka

Þessi færsla var í boði Systu sem kom mér í þennan haustpælingagír

Ps. ég hafði hugsað mér að halda pínulítið kökuboð hér á morgun en þar sem búið er að bjóða mér í 12 ára afmæli þann dag og í þeirri afmælisveislu verða flestir sem hefðu hugsanlega komið í mitt boð þá ákvað ég að sleppa því í þetta sinn :-)
Og rúnturinn í gærkvöldi var sum sé með restinni af þeim sem hefðu hugsanlega komið í boðið mitt á morgun, afar skemmtilegt fólk en ekki nein rómantík í þeim skilningi sem kannski mætti ímynda sér ;-)