mánudagur, nóvember 22, 2004



Haldiði að það sé myndarlegur hópur :-)

Við skelltum okkur í að taka myndir fyrir jólakortið í ár en svo fór liðið í klippingu í gær svo við gætum þurft að byrja uppá nýtt!

Á meðan kvenfólkið var í klippingu var Maggi að smíða hjá Stínu frænku (frá Klofa)! Við fórum svo þangað að sækja hann og ég drakk nokkra lítra af kaffi (er sú eina í kaffinu á heimilinu og nenni ekki að laga fyrir mig eina svo ég þarf að vinna mikið upp þegar ég kemst í kaffi e-s staðar ;-). Stína var auðvitað rosa hress eins og hennar er von og vísa og gaman að hitta hana og hennar fólk. Stefnan er að halda lítið jólaboð með henni og Hrefnu Grétarsd. sem kemur til hennar milli jóla og nýjárs frá Svíþjóð.

Svo eru helstu fréttirnar auðvitað "í kjólinn fyrir jólin" átakið okkar Lindu... hehe eða þannig... sjáiði okkur ekki í anda báðar í kjólum ;-) En svona á gríns þá ætlum við að byrja í eróbiki sem Íslendingafélagið í Sönderborg stendur fyrir. Það verður bara gaman. Verst hvað Maggi var fljótur að sjá í gegnum plottið hjá okkur, þegar við vorum að viðra hugmyndina við hann sagði hann ".. en þið verðið þá að mæta í eróbikið, ekki bara fara og sitja á kaffihúsi"! Ohhhh... þar fór það!

þriðjudagur, nóvember 16, 2004



Það er orðið langt síðan ég hef sett inn myndir svo hér koma nokkrar.

Hér var haldið uppá 13 ára afmæli á föstudaginn með tilheyrandi pizzu, súkkulaðiköku, nammi, videói og fjöri. Það komu þrjár vinkonur Guðnýjar í heimsókn og horfðu með henni á vídeó og gistu. Og þvílíkar fyrirmyndarstúlkur! Þær voru farnar að sofa um miðnætti því þær þurftu að vakna á laugardagsmorgun og keppa í handbolta! Ég er hrædd um að maður sjálfur hefði vakað fram á morgun á þessum aldri ;-)

Í síðustu viku fór Birta í afmæli til Daníels bekkjarbróður síns og þvílíkur myndarskapur á þeim bæ. Öll börnin (21 stykki) voru sótt í skólann kl. 12 og afmælið stóð til 4! Í dag fór hún svo með Nikolai heim úr skólanum að leika en hann er besti vinurinn þessa dagana! Þau horfðu á Harry Potter og svo á Nikolai ROSA flottan kastala sem er hægt að "... ýta svona og þá gerist svona og svo skýst eitthvað svona upp ... !! " og ég veit ekki hvað !!! :-)

Ég hef enn ekkert frétt af vinnunni sem ég sótti um :( Skil ekki hvað þeir eru að pæla að ráða mig ekki bara um leið... hehe... en ég er með fleira í sigtinu svo vonandi fer eitthvað að gerast í þeim efnum.

9 dagar í köbenferð, Tívolí, Þórdísarafmæli og fleira skemmtilegt :-D

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Óskilamunir o.fl.

Birta fór í skoðun í dag til "Sundhedsplejersken" og kom að sjálfsögðu allt vel út þar! Reyndar fannst henni hún sjá soldið illa og vill að hún fari til augnlæknis eftir ca. 6 mánuði. Ég vissi að hún sæi illa en augnlæknirinn á Íslandi hélt að hún þyrfti gleraugu um 10 ára aldur, kannski þarf hún þau fyrr litli bókaormurinn :-)

Svo var ég með henni í skólanum megnið af deginum af því það var opið hús og meðal annars sat ég í "stærðfræðitíma". Stærðfræðibókin snýst enn sem komið er um að telja punktana á teningum og þess háttar. Ég sá að henni leiddist soldið meðan verið var að gefa þeim þetta inn með teskeið (eða jafnvel með dropateljara). Ég er að hugsa um að ræða við kennarann um hvort hún getur fengið aukabók með alvörudæmum því þetta er auðvitað bara boring fyrir hana!


PS. Ég gleymdi að taka það fram í gær en þegar ég var að taka upp úr töskunni eftir helgarferðina þá fann ég þar Burberry´s trefil og tvo ógreidda reikninga!!!

Stelpur, kannist þið við að hafa týnt þessu? ;-)

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Djammið!!

Well well well... vegna fjölda áskorana (hehehe eða þannig) ætla ég stikla á stóru varðandi djammið um helgina!

Við þrjár höfðum sem sagt ekki hist í 10 ár!! en það var ekki að finna því við spjölluðum og skemmtum okkur eins og gerst hefði í gær. Sem er sérstaklega skemmtilegt í ljósi þess að við erum líka afar ólíkar allar!

En við fórum sum sé fyrst út að borða og svo heim til Söndru að spjalla og fá okkur nokkra tekíla og svona! Síðan brunuðum við í bæinn á gay-bar og dönsuðum okkur upp að hnjám! Þannig að ég komst ekki á séns ef einhver hefur verið að velta því fyrir sér ;-)

Ég ætla ekki að útlista öll smáatriði (því eins og dyggir lesendur kannski muna eru stundum gamlar móðursystur að lesa eða hver veit hvað ;-) en þetta var ÓGISSLEGA gaman!


Hlutirnir gengu auðvitað sinn vanagang hér heima á meðan ég var í burtu, Aðalheiður keppti í handbolta og vann annan leikinn og hinar fóru í sund á meðan. Sabrína þóttist svo vera feimin við mig þegar ég kom, sem sýnir enn og aftur að mæðurnar á þessu heimili fara ekki nógu mikið af bæ :-)

Á morgun er opið hús í skólanum (er einu sinni í mánuði) og ég ætla því að vera með Birtu alla vega til hálf-tíu en þá fer ég með hana til skólahjúkrunarfræðingsins í skoðun. Svo fer hún beint úr skólanum í afmæli til Daníels bekkjarbróður síns. Á mánudaginn fer ég svo með hana til skólatannlæknisins.

Og það eru 16 dagar þar til við hittum mömmu (og fleiri) í köben, það er Aðalheiður sem telur af miklum áhuga og tilkynnir okkur á morgnanna hvað eru margir dagar eftir! Svo fara þær væntanlega að telja niður í jólin þegar við komum frá köben... sbr. árið sem Birta var 4ra, þá taldi hún niður á hverjum einasta morgni frá því það voru 30 dagar til jóla!

föstudagur, nóvember 05, 2004

Ég er að fara að djamma !!!!!!!!

Ligga ligga lái :-)

Ég legg af stað í fyrramálið uppúr 10 og bruna upp til Århus! Pikka Ólu upp á lestarstöðinni og svo mætum við galvaskar hjá Söndru fljótlega eftir það (ef við rötum ;-)

OMG hvað verður mikið stuð... jííííííhaaa :-)

Annars er afskaplega lítið að frétta.
Ég sendi inn umsóknina um starfið á launadeildinni í Aabenraa og er búin að fá bréf því til staðfestingar að hún hafi borist, svo veit ég ekki meir.

Þar til síðar... skál !!!