laugardagur, júlí 31, 2004

Myndir


Birta og Sabrína Posted by Hello


Birta og litla frænkan :-) Posted by Hello



Birta, Rúna, Guðný, Trina, Ásdís og Aðalheiður Posted by Hello


Sabrína að tala við fugl! Posted by Hello


Hansapark Posted by Hello


Fjör í Hansapark Posted by Hello


Birta, Ásdís María og Tinna Dís Posted by Hello

fimmtudagur, júlí 29, 2004

Börn og bíll

Bíll... framhaldssaga
Spurning hvort ég ætti að láta síðuna frekar heita bílamamma ;-) en ég verð samt að segja frá því þegar ég sótti um að fá að keyra bílinn á Íslenskum númerum. Þvílíkar persónunjósnir!

Ég þarf að fylla út heimilisfang bæði hér og á Íslandi og taka fram hvort um eigið húsnæði eða leiguhúsnæði er að ræða. Ekki nóg með það heldur á ég að tiltaka, ef um leiguhúsnæði er að ræða, hvort það er hús, íbúð eða herbergi og hvort það er með húsgögnum eða ekki !!! Afar mikilvægt þegar að því kemur hvort ég má vera á íslenskum númerum í Danmörku!!! Svo á ég að segja hvað ég ætla að keyra bílinn mikið, hvar, hve margar helgarferðir eða önnur frí ég ætla að fara í og hvert. Þannig að ég veit ekki nema ég þurfi að fresta ritgerðinni einu sinni enn, þetta verður svo mikil vinna að kortleggja akstur komandi árs ;-)

Börn
Af börnum er það helst að frétta að þegar Birta og Ásdís María koma saman mætast svo sannarlega stálin stinn. Þær gefa hvorug hársbreidd eftir ef þær eru ekki sammála og það eru hin ýmsu tilefni sem þær finna sér til að vera ekki sammála!! Og ef þær eru að leika sér með dót sem ekki er til tvennt nákvæmlega eins af þá er eins gott að láta vita fyrirfram hvernig á að skiptast á með það og helst að vera með skeiðklukkuna á þeim svo ekki halli á neinn.
Aðalheiður er oftast að leika sér við Sonni vinkonu sína en þegar hún er með hinum tveimur þá færist enn meira fjör í leikinn því þá hafa hún og Birta soldið verið að skilja Ásdísi útundan. Þær hafa auðvitað alltaf skýringu á reiðum höndum hvers vegna ekki er hægt að hafa hana með, hún  stríðir svo mikið, en þó það sé smá púki í henni þá er spurning hvort kom á undan, eggið eða hænan :-)
Guðný er búin að vera hjá vinkonu sinni í Lysabild núna í nokkra daga (þar sem þær voru í skóla meðan þau bjuggu í Skovby). Ég sá það fyrsta daginn sem ég var hér að Sabrína á tvær mömmur því Guðný er svo rosalega dugleg með hana :-)
Sabrína er auðvitað mesta krútt ever og ef hún verður ekki fordekruð af allri þeirri athygli sem hún fær þá kalla ég hana góða ;-) Það er rifist um að fá að halda á henni og skvísurnar sem eru ekki nógu stórar til að halda mikið á henni sitja tímunum saman hjá henni á gólfinu og leika með dótið hennar fyrir hana, svona af því hún getur það svo lítið sjálf...

góða nótt

mánudagur, júlí 26, 2004

Ótrúlega duglegar!!

Haldiði að við Birta höfum ekki farið tvær einar til Sönderborgar í dag!!!
Og viltumst nánast ekkert, fórum bara smá krók á leiðinni til baka :-)
Aðalerindið var að kaupa netsnúru svo tölvan mín geti verið nettengd á sama tíma og Magga tölva og nú er hún það!!!
Svo kíktum við auðvitað aðeins í H&M í leiðinni og Birta fékk þar tvennar sokkabuxur, táskó og pils og miðlungsskvísurnar allar sokka sem líta út eins og balletskór, ótrúlega væmnir ;-)

Hér í bænum er búið að vera skátamótið Blaa summer síðan við komum og skátar í þúsundatali rölta um bæinn. Birta er búin að læra hvað þeir heita en þegar hún heyrði fyrst minnst á skáta fyrir nokkrum mánuðum, af því þeir heimsóttu leikskólann, þá spurði hún mig hvort ég hefði verið í "skáldunum" þegar ég var lítil :-)

 

laugardagur, júlí 24, 2004

Brjálað að gera

Well well... hér er búið að vera nóg að gera!!
Hmm... hvar á ég að byrja? 

Kannski bara á byrjuninni ;-)
Við komum sum sé til köben á föstudagskvöldi og brunuðum með taxa á sólbakkann, fengum okkur þar síðbúinn kvöldverð og Birta lék sér soldið í Harry Potter legói Gríms.
Sváfum svo til rúmlega 10 á dönskum tíma og fengum okkur morgunmat í megastressi af því mér fannst allt í einu að lestin okkar færi kl. hálf-eitt en svo þegar við vorum komnar í lyftuna með töskurnar þá fékk ég bakþanka og skoðaði miðana og sá að hún fór ekki fyrr en hálf-tvö.

Birta hlustaði á vasadiskóið sitt í lestinni og spilaði smá og svona og svo fékk hún kinder egg eins og í lestinni á sömu leið í fyrrasumar því mín kona hefur stálminni þegar kemur að svoleiðis hlutum :-)

Við mættum í Kliplev rétt fyrir fimm og vorum svo bara í slökun svona fyrsta kvöldið og á sunnudeginum vorum  við í göngutúrum um bæinn og stelpurnar að "katsja upp" í að leika.
Eftir helgina fórum við einn dag í verslunarleiðangur til Þýskalands, keyptum í matinn og eitthvað smotterí í viðbót, svo skoðuðum við Aabenraa sem er stærsti bærinn hér alveg í nágrenninu og fórum til Lundtoft (búum í Lundtoft kommúnu) að sækja pappírana til að skrá okkur inn í landið. Ákváðum reyndar að bíða með það þar til 1. ágúst þar sem ég er ekki skráð út úr Íslandi fyrr en þá.

Svana vinkona Lindu og hennar fjölskylda (Haffi og Tinna Dís) komu svo á mánudagskvöldið (eða þriðjudag ?? þetta rennur soldið saman ;-) og þá fluttum við Birta upp í okkar herbergi og erum aðeins að byrja að koma okkur þar fyrir.

Á fimmtudaginn fórum við að sækja bílinn til Árósa. Það gekk eins og í sögu en bryggjugaurarnir vildu samt fyrst láta mig fá bláa Skodann hennar Helgu?? og voru ekki mjög hressir þegar þeir fengu að vita að ég vildi heldur minn fína rauð. Þurftu að tæma gáminn til að komast að honum eða eitthvað, tók alla vega slatta langan tíma! Við keyrðum í gegnum Vejle og Horsens á þessari leið (og fullt af öðrum bæjum auðvitað) og þetta er svo sem allt frekar svipað svona við fyrstu sýn, Árósar þó áberandi stærstir, mikið hafnarsvæði sem við villtumst aðeins á ;-)

Svo í gær var hápunktur dvalarinn "só far" þegar við brunuðum í Hansapark í Þýskalandi. Það er sum sé voða fínn skemmtigarður með alls kyns rússíbönum með og án vatns og hinar og þessar hringekjur, hoppudýnur, klessubílar, klifrubátar, lestar, útsýnisturnar og ég veit ekki hvað og hvað. Við vorum komin þangað um hádegi og vorum alveg á fullu til klukkan 6 þegar lokaði, þ.e. ég og börnin, Maggi og Linda skiptust á að bíða með Sabrínu rúsínu á meðan ég þeystist samviskusamlega í allt saman með stelpunum. Ekki það að það þurfi að draga mig í neina rússíbana eða þess háttar, ég er svoddan "tívolíbrjálæðingur" og þessar litlu voru orðnar ansi svalar í restina, vildu fara aftur og aftur í það sem þeim leist ekkert á í byrjun!!

Í dag var svo afslöppun því liðið var frekar þreytt eftir hasarinn í gær, þetta var þegar upp var staðið 13 tíma ferðalag, þrír tímar hvora leið með öllum matar- og pissustoppum og svo þrumur og eldingar og úrhellisrigning í því að við vorum á leið í bílinn úr garðinum.

Nú ætla ég að fara að sofa og vonandi verður aftur sól og blíða á morgun eins og síðustu tvo daga, sumarið er held ég búið að ákveða að vera komið ;-)

Ps. ætlar enginn að skrifa í gestabókina mína???   :-(

laugardagur, júlí 17, 2004

KOMNAR !!!

Jæja gott fólk, haldiði að við séum ekki bara mættar í Kliplev !!!
 
Ferðin gekk í alla staði vel, við gistum á Sólbakkanum í nótt af því við komum svo seint til Köben í gærkvöldi en tókum svo lest í "sveitina" í dag og vorum með sólina með okkur alla leið, fyrst frá Reykjavík til Köben og svo frá Köben til Kliplev.
 
Hér er verið að smíða á fullu, komin klæðning í loftin og verið að leggja grind á gólfið "as we speak" svo þetta verður orðið hið fínasta loft áður en við vitum af :-)
 
Og Sabrína :-) :-) maður brosir nú bara hringinn að sjá svona lítinn sólargeisla. Búin að knúsa hana í bak og fyrir og gefa henni pela og svona, krúsi-dúsí-dús !!!
 
Hinar stúlkurnar að sjálfsögðu stórar og myndarlegar, tóku hér aldeilis til hendinni áðan að bera út rusl af loftinu.
 
Svo í næstu viku verður nóg að gera, skrá sig inn í landið, sækja bílinn á fimmtudaginn og svo er búið að bíða með að fara í Hansapark (skemmtigarður í Þýskalandi) í allt sumar þannig að það verður trúlega ekki geymt mikið lengur!
 
En nú þarf ég að drekka slatta af Dooley´s Lindu til samlætis ;-)
 
Góða nótt frá KLIPLEV

mánudagur, júlí 12, 2004

Bloggað í pósti... prufa :-)

Ég sé að ég verð megaforritari af þessu bloggstússi!

Grúví :-)

5 dagar!!!

Úfff... íbúðin mín er gjörsamlega á hvolfi!!!
Allt komið út úr skápum og skúffum og hillum og ég veit ekki hvað... og út á gólf... sumt ofan í kassa og annað ofan á kassa... nei nú er ég bara farin að bulla... kannski ég komi mér í háttinn.

Birta búin að vera með pabba sínum í Ólafsvík síðan á föstudagskvöld og ég sæki hana í fyrramálið, sem sagt þrjár !!! nætur. Mikið verður nú gott að fá hana til sín aftur á morgun!!

Í gærkvöldi fór ég í partý til Hjördísar (er með mér í saumó og er systir Jónu) og Alla og það var bara hrikalega gaman. Boðskortið sagði að boðið stæði frá kl. 20:00 til 24:00 svo við partýljónin (ég, Jóna+Kolli og Maggi+Björk) fórum auðvitað á slaginu... 4:00 hehe... þau heppin annars hefðu þau þurft að fara snemma að sofa. En þetta var sum sé allsherjar afmælis-, brúðkaupsafmælis-, innflutningsafmælis- ogsvoframvegispartý og rosa grand hjá þeim, voða smart og góðar snittur, nóg af fljótandi veitingum og mín kona lét skynsemina ráða og skipti yfir í vatnið upp úr þrjú. Batnandi drykkjumönnum er best að lifa ;-) Þannig að Anonymous "herra/frú forvitin/n" getur pantað nákvæmari sögur af þessu partýi ef vill... allt prenthæft ;-)

Góða nótt :-)

miðvikudagur, júlí 07, 2004

9 dagar til stefnu!!!

Ég er líka hætt í vinnunni... ligga ligga lái!!!
Vika síðan ég hætti og mér finnst bara ár og aldir síðan ég var að farast úr stressi yfir þessari vinnu. Algjörlega búin að kúpla mig út úr því, sem betur fer.

Um helgina fórum við mæðgur þrjár vestur í djúp í brúðkaup. Linda frænka giftist þar Kristjáni sínum í Ögurkirkju og var það í alla staði falleg og skemmtileg athöfn. Svo var veisla í samkomuhúsinu sem stóð nú reyndar meira og minna frá föstudagskvöldi og fram á sunnudag, þar var mikið borðað, sungið, haldnar ræður og dansað fram á nótt þó að við gamla fólkið ;-) og börnin höfum nú flúið á loftið hjá ömmu fyrir miðnætti!
Margir gerðu sér helgarferð úr þessu eins og við eða jafnvel meira. Reyndar sáum við á leið okkar vestur að það voru litlar tjaldbúðir á nánast hverjum grænum bletti, ég gæti trúað að höfuðborgin hafi verið hér um bil mannlaus!!

Ég er að reyna að koma mér í pökkunnargírinn en gengur frekar hægt. Verð sennilega í því nóttina fyrir brottför ef ég þekki mig rétt ;-) Er alla vega búin að fá græna kortið í bílinn, út af tryggingum sum sé, verst ef hann misskilur það og lendir svo í Ameríku með sitt græna kort.

Maggi innréttar og innréttar á loftinu hjá sér og er langt komin að smíða húsið upp á nýtt skilst mér, eins og oft vill verða, erfitt að draga mörkin þegar maður byrjar.

En þar sem ég er nú að reyna að kaupa mér íbúð á Íslandi áður en ég fer þá ætla ég að rjúka núna að sækja greiðslumat í bankann svo hægt sé að ganga frá því og fá afgreidd þessi nýju fínu íbúðabréf sem eiga að vera svo hagstæð að ég hugsa að ég stórgræði bara á því að taka þetta lán!!