laugardagur, júlí 24, 2004

Brjálað að gera

Well well... hér er búið að vera nóg að gera!!
Hmm... hvar á ég að byrja? 

Kannski bara á byrjuninni ;-)
Við komum sum sé til köben á föstudagskvöldi og brunuðum með taxa á sólbakkann, fengum okkur þar síðbúinn kvöldverð og Birta lék sér soldið í Harry Potter legói Gríms.
Sváfum svo til rúmlega 10 á dönskum tíma og fengum okkur morgunmat í megastressi af því mér fannst allt í einu að lestin okkar færi kl. hálf-eitt en svo þegar við vorum komnar í lyftuna með töskurnar þá fékk ég bakþanka og skoðaði miðana og sá að hún fór ekki fyrr en hálf-tvö.

Birta hlustaði á vasadiskóið sitt í lestinni og spilaði smá og svona og svo fékk hún kinder egg eins og í lestinni á sömu leið í fyrrasumar því mín kona hefur stálminni þegar kemur að svoleiðis hlutum :-)

Við mættum í Kliplev rétt fyrir fimm og vorum svo bara í slökun svona fyrsta kvöldið og á sunnudeginum vorum  við í göngutúrum um bæinn og stelpurnar að "katsja upp" í að leika.
Eftir helgina fórum við einn dag í verslunarleiðangur til Þýskalands, keyptum í matinn og eitthvað smotterí í viðbót, svo skoðuðum við Aabenraa sem er stærsti bærinn hér alveg í nágrenninu og fórum til Lundtoft (búum í Lundtoft kommúnu) að sækja pappírana til að skrá okkur inn í landið. Ákváðum reyndar að bíða með það þar til 1. ágúst þar sem ég er ekki skráð út úr Íslandi fyrr en þá.

Svana vinkona Lindu og hennar fjölskylda (Haffi og Tinna Dís) komu svo á mánudagskvöldið (eða þriðjudag ?? þetta rennur soldið saman ;-) og þá fluttum við Birta upp í okkar herbergi og erum aðeins að byrja að koma okkur þar fyrir.

Á fimmtudaginn fórum við að sækja bílinn til Árósa. Það gekk eins og í sögu en bryggjugaurarnir vildu samt fyrst láta mig fá bláa Skodann hennar Helgu?? og voru ekki mjög hressir þegar þeir fengu að vita að ég vildi heldur minn fína rauð. Þurftu að tæma gáminn til að komast að honum eða eitthvað, tók alla vega slatta langan tíma! Við keyrðum í gegnum Vejle og Horsens á þessari leið (og fullt af öðrum bæjum auðvitað) og þetta er svo sem allt frekar svipað svona við fyrstu sýn, Árósar þó áberandi stærstir, mikið hafnarsvæði sem við villtumst aðeins á ;-)

Svo í gær var hápunktur dvalarinn "só far" þegar við brunuðum í Hansapark í Þýskalandi. Það er sum sé voða fínn skemmtigarður með alls kyns rússíbönum með og án vatns og hinar og þessar hringekjur, hoppudýnur, klessubílar, klifrubátar, lestar, útsýnisturnar og ég veit ekki hvað og hvað. Við vorum komin þangað um hádegi og vorum alveg á fullu til klukkan 6 þegar lokaði, þ.e. ég og börnin, Maggi og Linda skiptust á að bíða með Sabrínu rúsínu á meðan ég þeystist samviskusamlega í allt saman með stelpunum. Ekki það að það þurfi að draga mig í neina rússíbana eða þess háttar, ég er svoddan "tívolíbrjálæðingur" og þessar litlu voru orðnar ansi svalar í restina, vildu fara aftur og aftur í það sem þeim leist ekkert á í byrjun!!

Í dag var svo afslöppun því liðið var frekar þreytt eftir hasarinn í gær, þetta var þegar upp var staðið 13 tíma ferðalag, þrír tímar hvora leið með öllum matar- og pissustoppum og svo þrumur og eldingar og úrhellisrigning í því að við vorum á leið í bílinn úr garðinum.

Nú ætla ég að fara að sofa og vonandi verður aftur sól og blíða á morgun eins og síðustu tvo daga, sumarið er held ég búið að ákveða að vera komið ;-)

Ps. ætlar enginn að skrifa í gestabókina mína???   :-(

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home