laugardagur, júlí 17, 2004

KOMNAR !!!

Jæja gott fólk, haldiði að við séum ekki bara mættar í Kliplev !!!
 
Ferðin gekk í alla staði vel, við gistum á Sólbakkanum í nótt af því við komum svo seint til Köben í gærkvöldi en tókum svo lest í "sveitina" í dag og vorum með sólina með okkur alla leið, fyrst frá Reykjavík til Köben og svo frá Köben til Kliplev.
 
Hér er verið að smíða á fullu, komin klæðning í loftin og verið að leggja grind á gólfið "as we speak" svo þetta verður orðið hið fínasta loft áður en við vitum af :-)
 
Og Sabrína :-) :-) maður brosir nú bara hringinn að sjá svona lítinn sólargeisla. Búin að knúsa hana í bak og fyrir og gefa henni pela og svona, krúsi-dúsí-dús !!!
 
Hinar stúlkurnar að sjálfsögðu stórar og myndarlegar, tóku hér aldeilis til hendinni áðan að bera út rusl af loftinu.
 
Svo í næstu viku verður nóg að gera, skrá sig inn í landið, sækja bílinn á fimmtudaginn og svo er búið að bíða með að fara í Hansapark (skemmtigarður í Þýskalandi) í allt sumar þannig að það verður trúlega ekki geymt mikið lengur!
 
En nú þarf ég að drekka slatta af Dooley´s Lindu til samlætis ;-)
 
Góða nótt frá KLIPLEV

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home