miðvikudagur, júlí 07, 2004

9 dagar til stefnu!!!

Ég er líka hætt í vinnunni... ligga ligga lái!!!
Vika síðan ég hætti og mér finnst bara ár og aldir síðan ég var að farast úr stressi yfir þessari vinnu. Algjörlega búin að kúpla mig út úr því, sem betur fer.

Um helgina fórum við mæðgur þrjár vestur í djúp í brúðkaup. Linda frænka giftist þar Kristjáni sínum í Ögurkirkju og var það í alla staði falleg og skemmtileg athöfn. Svo var veisla í samkomuhúsinu sem stóð nú reyndar meira og minna frá föstudagskvöldi og fram á sunnudag, þar var mikið borðað, sungið, haldnar ræður og dansað fram á nótt þó að við gamla fólkið ;-) og börnin höfum nú flúið á loftið hjá ömmu fyrir miðnætti!
Margir gerðu sér helgarferð úr þessu eins og við eða jafnvel meira. Reyndar sáum við á leið okkar vestur að það voru litlar tjaldbúðir á nánast hverjum grænum bletti, ég gæti trúað að höfuðborgin hafi verið hér um bil mannlaus!!

Ég er að reyna að koma mér í pökkunnargírinn en gengur frekar hægt. Verð sennilega í því nóttina fyrir brottför ef ég þekki mig rétt ;-) Er alla vega búin að fá græna kortið í bílinn, út af tryggingum sum sé, verst ef hann misskilur það og lendir svo í Ameríku með sitt græna kort.

Maggi innréttar og innréttar á loftinu hjá sér og er langt komin að smíða húsið upp á nýtt skilst mér, eins og oft vill verða, erfitt að draga mörkin þegar maður byrjar.

En þar sem ég er nú að reyna að kaupa mér íbúð á Íslandi áður en ég fer þá ætla ég að rjúka núna að sækja greiðslumat í bankann svo hægt sé að ganga frá því og fá afgreidd þessi nýju fínu íbúðabréf sem eiga að vera svo hagstæð að ég hugsa að ég stórgræði bara á því að taka þetta lán!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home