þriðjudagur, september 19, 2006

Og hún bullar og bullar...

Ég er stundum að hlæja að dóttur minni sem er endalaust hægt að plata með "ég verð á undan" eða "ég er viss um að þú getur þetta ekki", svona öfug sálfræði eða þannig, en svo sé ég að ég er ekki einu sinni vaxin uppúr þessu sjálf. Segist ætla að skrifa aftur um jólin og get svo ekki hætt að blaðra ...

En ég er sum sé kannski að fara á Sykurmolatónleika !!! Jibbí skibbí... ekki kannski fan nr. 1 en Ammæli er pottþétt á topp 10 listanum yfir flottustu lög ever og þeir eiga mörg önnur þrumugóð. Nú er bara að vona að Gyða nái í miða, hún er sem sagt að "draga" mig með af því ég dró hana á Morrissey :-)

Talandi um top 10, það væri nú gaman að prófa að setja saman svoleiðis lista !
Here it goes....

1. Vikur og ár - Todmobil
2. That Joke isn't funny anymore - The Smiths
3. Better not tell Her - Carly Simon
4. Come back to Camden - Morrissey
5. Into the Mystic - Van Morrison
6. Ammæli - Sykurmolarnir
7. Veronica - Elvis Costello
8. It started with a Kiss - Hot Chocolate
9. Prettiest Eyes - Beautiful South
10. Don't let me be misunderstood - Animals (ofl.)

Þetta var nú bara slatta erfitt! Ég er örugglega að gleyma einhverju ómissandi lagi. Og svo verð ég að láta fylgja með nokkur sem komust næstum á listann og ég get bara ekki alveg skilið útundan (in no particular order ;-)
What it takes - Aerosmith
Blindsker - Bubbi
Summer of '69 - Brian Adams
Hold the Line - Toto
Tár í tómið - Ríó Tríó
Tondileio - Björk
Tears in Heaven - Eric Clapton
Against all Odds - Phil Collins
After the Storm - Herbert Guðmundsson

Ofsalega áhugavert ekki satt ???
;-)

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hérna...þó að ég hafi nú ekki verið til í að koma með þér á Morrisey þá er ég sko meira en til í Sykurmolana....má ég vera memm??
Birthday kemst sko á minn topp 10 líka...luv, Systa

20 september, 2006 18:57  
Blogger BirtuMamma sagði...

Já, ekki spurning ! Þurfum að komast að því hvar og hvenær maður kaupir miða og hvort eru númeruð sæti eða eitthvað þannig.
Verðum í bandi :-)
Og getur maður svo fengið að sjá topp 10 hjá þér ;-)

21 september, 2006 09:14  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Frábært,komumst að þessu....aldrei að vita nema ég pæli í þessu með topp 10...er reyndar svoddan alæta að þetta verður líklega smá höfuðverkur..kv, Systa

21 september, 2006 19:54  

Skrifa ummæli

<< Home