föstudagur, júlí 08, 2005

Þá eru bara fjórir vinnudagar þar til ég byrja í sumarfríi !!
Og af því að það eru heilir 4 mánuðir síðan ég kom úr 8 mánaða fríi, þá er ég að verða viðþolslaus ;-) Það spilar reyndar kannski eitthvað inní að litla snúllan mín er í úttlandinu, úff hvað ég hlakka til að knúsa hana í klessu !!!!! Ansi tómlegt hér á heimilinu.

Er búin að vera að hugsa það undanfarið (og ræða við hinar ýmsu frænkur) hvernig börn (þar með talin ég) fóru í sveit heilu og hálfu sumrin hér á árum áður. Ég hafði ekki fyrr hugsað út í þetta frá hlið foreldranna, frekar sjálfmiðuð þið skiljið ;-) en örugglega hafa allir gott af þessu svona í einhvern tíma, læra að meta hvert annað betur eftir smá aðskilnað.

Annars hef ég bara verið að chilla; farið í bíó, út að borða, út að hjóla, lesið og slakað á. Ég er t.d. að lesa Sölku Völku núna, í fyrsta sinn ! og hef gaman af, enda er ég eins og fram kom um daginn búin að taka nóbelsskáldið í sátt. Sem dæmi um það þá fór það óendanlega í taugarnar á mér á mínum grunn- og framhaldsskólaárum að maðurinn skyldi ekki geta notað sömu stafsetningu og aðrir, svo í gærkvöldi þegar ég var að lesa þá fór ég að pæla í því hvort búið væri að breyta í "rétta" stafsetningu (til nútímamáls eins og í íslendingasögunum ;-) og fór að gá en þá var ég bara hætt að taka eftir orðum eins og "laungu" og "lánga". Og ég sem er ógeðslega pikkí á svona hluti, kannski er þetta bara eðlilegri stafsetning ?!?



Take the MIT Weblog Survey
Könnun um blogg og netnoktun

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home