miðvikudagur, júní 01, 2005

Kvikmyndastjarna !

Þá er dóttir mín búin að leika í sinni fyrstu kvikmynd !
Ég fór á frumsýningu á hinn stórgóðu stuttmynd "Svarthvít" í dag og þar var auðvitað um tæra snilld að ræða !! Birta lék einn af dvergunum sjö og sýndi snilldartakta þegar hún syrgði Svarthvíti :-D
Sem betur fer fengum við meistaraverkið með heim á diski, þannig að nú geri ég ráð fyrir stöðugum straumi gesta sem vilja berja verkið ódauðlega augum !
En svona án gríns þá var þetta stórskemmtilegt hjá þeim og ekki verra hvað þeim þótti gaman að búa til myndina og hvað þau voru stolt að sýna foreldrunum afraksturinn.

Af mér er það helst að frétta að ég er búin að vera í nammi- og gosbindindi núna í eina og hálfa viku !!
Nammidagur á laugardag en annars hef ég staðið mig eins og hetja, þó ég segi sjálf frá :-) Og trúið mér þegar ég held það út að drekka ekki gos eða borða nammi marga daga í röð þá er um stórafrek að ræða!! Ég er nefnilega fíkill... já... ég játa ég játa... ég er sykurfíkill af verstu gerð.
Fráhvarfseinkennin voru verulega slæm fyrstu tvo dagana, hausverkur dauðans, sérstaklega þar sem ég ákvað að taka þetta með trompi og drekka líka bara einn kaffibolla á dag ! En nú er ég eins og ný og drekk bara vatn allan daginn í vinnunni og er megahress (eða tel mér alla vega trú um það ;-)
Svo... allir saman nú... HÚRRA fyrir mér ;-)

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Húrra fyrir þér! Vildi að ég væri jafn dugleg.....ætli þessi sykurfíkn sé ekki bara ættgegnur fjandi?
kv
Sys

02 júní, 2005 14:34  
Blogger BirtuMamma sagði...

Alveg örugglega og jafnvel bráðsmitandi líka ;-)

02 júní, 2005 14:53  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ. Já ég er sammála að þetta er ættgengt. Gangi þér vel, allavega betur en mér. Kveðja Linda frænka.

03 júní, 2005 14:33  
Blogger BirtuMamma sagði...

Takk takk !
Við ættum að hittast og athuga hvort bindindið er kannski smitandi líka ;-)

03 júní, 2005 20:18  

Skrifa ummæli

<< Home