miðvikudagur, apríl 20, 2005

Þá er nú lífið að færast í eðlilegt horf hér hjá okkur mæðgunum.
Við erum nokkurn vegin búnar að koma okkur fyrir á loftinu, Birta hefur verið að enduruppgötva leikföngin sín sem ekki fengu að fara með til Danmerkur og ég hef setið sveitt við að skrúfa saman húsgögn, bæði gömul og ný.

Árshátið Skýrr var haldin um síðustu helgi og það var auðvitað rosa stuð! Hún var haldin á Nordica, maturinn var ÆÐI (sjávarréttaforréttur, nautakjötsaðalréttur og súkkulaðimús í desert) og skemmtiatriðin ekki síðri (Borgardætur, Örn Árnason og smá heimatilbúið). Ég hélt þetta út til kl. 2 um nóttina (fjörið byrjaði með fordrykk í heimahúsi kl. 6) en þá var ég aðallega búin að fá nóg vegna lélegs skóbúnaðar, ég skil ekki hvað ég er að rembast við að vera í háhæluðum skóm, ég er bara ekki háhælapæja í mér ;-)

Svo er Guðný skvísa að fermast á sunnudaginn!! Litla frænka að verða ansi stór :-D
Ég vildi að við Birta gætum orbað okkur til þeirra, þurfum endilega að fara að þróa með okkur þann hæfileika!! En þar sem þetta er ca. 7 tíma ferðalag hvora leið og við erum búnar að fara þetta nú þegar þrisvar á árinu þá fannst mér of mikið að fara núna til að stoppa bara bláhelgina. Mamma er hins vegar að leggja af stað út snemma í fyrramálið og ég sat í kvöld við að kenna henni að flétta öfuga fasta fléttu svo hún geti séð um að greiða fermingarstúlkunni, það verður spennandi að sjá hvernig til tekst ;-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home