mánudagur, febrúar 14, 2005

100 ÁRA !!!

Hann afi minn elskulegur hefði orðið hvorki meira né minna en 100 ára í dag, hefði hann lifað!!


98 ára afmælið


Innilega til hamingju með daginn, þið öll í litlu "stórfjölskyldunni" !!


Þar sem sagnfræði er ekki mín sterka hlið ætla ég að láta mér nægja að segja að afi var hlýr, barngóður, söngelskur, vel lesinn, hörkuduglegur maður sem byrjaði með tvær hendur tómar en lifði eftir því stórgóða máltæki sínu "það er til ráð við öllu nema ráðaleysi" og því var fátt sem stöðvaði hann í að framkvæma það sem hann ætlaði sér!

Hvað ættfræði og sögu varðar bendi ég áhugasömum á heimasíðu látalætissystkinanna!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk fyrir þetta Rúna mín, þetta er frábært hjá þér.
Þín mamma.

14 febrúar, 2005 08:34  

Skrifa ummæli

<< Home