mánudagur, janúar 31, 2005

Ritstífla!

Það er auðvitað alltaf stuð á þessu stóra heimili ;-)

En þú hittir nú reyndar alveg merkilega vel naglann á höfuðið Systa mín!!
Ritgerðin er búin að taka frá mér alla orku en ritstíflan er hins vegar ríkjandi þar eins og hér og ég er sum sé ekki að fara að útskrifast í febrúar :-(

Er búin að vera soldið dán yfir þessu undanfarna daga að þurfa að játa mig sigraða aftur!! En í víðu samhengi er þetta auðvitað ekki meiri háttar vandamál, miðað við til dæmis stríð eða hungursneyðir, svo ég vitni í vin minn Spike úr Notting Hill :-)

Við Birta höldum galvaskar okkar áætlun og skellum okkur í helgarfrí til Íslands helgina 26.-27. febrúar.

Linda og Sabrína komu hins vegar heim í dag eftir fimm daga dvöl á klakanum í tilefni af áttræðisafmæli Hákonar, pabba Lindu. Unga daman var ekki of hrifin af öllu þessu ókunna fólki sem þóttist eiga í henni hvert bein og það var hreint dásamlegt að fylgjast með henni þegar hún kom heim. Hún brosti og skríkti og hentist um öll gólf eins og skopparakringla, tók trommusóló á húsgögnunum og fannst bara greinilega FRÁBÆRT að vera komin heim til sín :-D

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Æ ekki skemmtilegar þessar ritstíflur, en rétt hjá þér, þýðir ekkert að láta það draga sig niður, ritgerðin hleypur nú varla frá þér ;o)
Já hann Spike kom með mörg gullkornin!
Væri gaman að sjá ykkur mæðgur eitthvað, ef tími vinnst til:)

01 febrúar, 2005 23:07  

Skrifa ummæli

<< Home