miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Óskilamunir o.fl.

Birta fór í skoðun í dag til "Sundhedsplejersken" og kom að sjálfsögðu allt vel út þar! Reyndar fannst henni hún sjá soldið illa og vill að hún fari til augnlæknis eftir ca. 6 mánuði. Ég vissi að hún sæi illa en augnlæknirinn á Íslandi hélt að hún þyrfti gleraugu um 10 ára aldur, kannski þarf hún þau fyrr litli bókaormurinn :-)

Svo var ég með henni í skólanum megnið af deginum af því það var opið hús og meðal annars sat ég í "stærðfræðitíma". Stærðfræðibókin snýst enn sem komið er um að telja punktana á teningum og þess háttar. Ég sá að henni leiddist soldið meðan verið var að gefa þeim þetta inn með teskeið (eða jafnvel með dropateljara). Ég er að hugsa um að ræða við kennarann um hvort hún getur fengið aukabók með alvörudæmum því þetta er auðvitað bara boring fyrir hana!


PS. Ég gleymdi að taka það fram í gær en þegar ég var að taka upp úr töskunni eftir helgarferðina þá fann ég þar Burberry´s trefil og tvo ógreidda reikninga!!!

Stelpur, kannist þið við að hafa týnt þessu? ;-)

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Var svona gaman um helgina HUMMMMM ;o)
Annars vildi ég bara senda þér link á síðu sem á það til að bjarga deginum hjá manni, frábær. Kannski hefur lesið eitthvað þarna, hún er víst orðin fræg hér þessi fyrir skemmtilegar sögur.
http://www.toothsmith.blogspot.com/
Bið að heilsa
Kveðja
Systa

10 nóvember, 2004 23:08  
Blogger BirtuMamma sagði...

Hehe já ég var búin að sjá þessa, hún er ansi fyndin :-)

11 nóvember, 2004 22:23  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Nei ég kannast ekki við að eiga Burberry trefilinn, en það getur velverið að ég eigi þessa ógreiddu reikninga. Viltu þá ekki bara vera svoddan elska og skutlast útí banka og borga þá fyrir mig.

Sandra

21 nóvember, 2004 13:32  
Blogger BirtuMamma sagði...

Elskan mín, löngu búin að því og hafði bara gaman að ;-)

21 nóvember, 2004 21:04  

Skrifa ummæli

<< Home