þriðjudagur, október 12, 2004

Það sem hún er sjálfstæð þessi litla dóttir mín.

Hún hringdi í Mette vinkonu sína áðan og spurði hvort hún gæti leikið. Mette spurði hvort þær ættu að leika hjá sér eða Birtu og Birta vildi heldur fara til hennar "... og mamma þú átt ekki að koma með mér!"

Ef hún á ekki eftir að komast áfram í lífinu á þessu ÉG GET ÞAÐ SKO SJÁLF - attitudi, þá er ég illa svikin. Kannski soldið sniðugt að vera nógu móðursjúkur og "beibía" þau svo mikið að þau fái nóg af því og segi hingað og ekki lengra :-)

Svo er hún með úrið sitt og á að vera komin heim klukkan fjögur, almáttugur hvað hún er orðin stór!!

2 Comments:

Blogger Lilja sagði...

Ég kalla hana góða. Mín er nú að verða 10 ára í janúar og þegar búin að týna tveimur úrum. Held stundum að þetta sé gert viljandi til að hafa afsökun fyrir að koma ekki heim á réttum tíma :Þ Neeee, kannski ekki ;)

13 október, 2004 22:29  
Blogger BirtuMamma sagði...

Hún er nú svo glæný í þessum bransa að koma heim á réttum tíma að mamma vinkonunnar stillti fyrir hana sína klukku til að hringja á réttum tíma. Spennandi að koma heim á réttum tíma til að byrja með ;-)

14 október, 2004 10:40  

Skrifa ummæli

<< Home