mánudagur, október 04, 2004

34 ÁRA !!!

Kærar þakkir fyrir allar afmæliskveðjur- og sendingar :-)

Ég stend enn á blístri eftir kökuát helgarinnar. Mamma sendi mér kökur, veit ekki alveg hvernig þær komust hingað heilar og óskemmdar en alla vega fóru Maggi og Linda að sækja kökurnar frá mömmu, ég geri ráð fyrir að það hafi verið á pósthúsið ;-)

Birta lærði að hjóla í gær!!!!! Mamman fer nú alveg hjá sér að hafa ekki kennt henni það fyrr en það hefur sum sé einhvern veginn farist fyrir og auðvitað verður að segja frá þessum merka áfanga þó barnið sé orðið hálffullorðið :-) Þetta tók nú ekki nema ca. korter þegar upp var staðið en reyndar var hún aðeins búin að æfa sig í fyrrasumar og nokkrum sinnum síðan þá. Við höfðum tvo mjög svo duglega aðstoðarkennara og ég set hér inn myndir af atburðinum!!!

Nú var skvísan að koma heim úr skólanum og tilkynna mér að hún sé farin að tala dönsku !!! Að vísu er hún að eigin sögn best í að segja; "se, Inge-Brit" :-) en það er góð byrjun og sjálfstraustið skiptir auðvitað höfuðmáli :-)

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið! :) Eydís var loks að svara póstinum hennar Birtu - það var ekki af áhugaleysi heldur tímaskorti nota bene.

Æðislegar myndir - og hamingjuóskir til Birtu með að læra að hjóla án hjálpardekkja! :)

María

04 október, 2004 16:16  
Blogger BirtuMamma sagði...

Takk og takk :-)
Nú er bara eins og hún hafi aldrei gert annað en að hjóla barnið !!

04 október, 2004 18:46  
Blogger Lilja sagði...

Djöfull ertu nú orðin gömul addna... eeeeh *hóst*

13 október, 2004 22:31  
Blogger BirtuMamma sagði...

Já, algjör ellismellur :-) En þú ert aftur hvað mikið yngri ;-) ;-) hehe

14 október, 2004 11:00  
Blogger Lilja sagði...

Eh, sko, ég er nú víst alveg heilum mánuði eldri en þú :Þ

16 október, 2004 07:39  

Skrifa ummæli

<< Home