sunnudagur, september 19, 2004

Lukkunnar velstand !!

Þá er nú þessi helgi að renna sitt skeið á enda og allt hefur gengið eins og í sögu (hmm... kannski ætti ég að segja 7, 9, 13 þar sem hjónin eru ekki komin heim ;-).

Mér tókst að koma öllum í skólann á réttum tíma á föstudagsmorgun, tókst að standast freistinguna að leggja mig með Sabrínu þegar hinar voru farnar og tókst að skila uppkastinu næstum því á réttum tíma.

Á laugardaginn fór ég svo með selina þrjá á sundnámskeiðið og á meðan voru Guðný og Trina vinkona hennar að passa litla stýri.

Ég segi það hins vegar enn og aftur að það gerir sér enginn grein fyrir því nema hafa reynt það (og varla þá, því maður gleymir því svo fljótt) hvað það er ótrúlega mikil vinna að hugsa um ungabarn. Það fer hreinlega allur dagurinn í að gefa pela, mata, skifta um bleiur og halda á og hugga og knúsa :-) Og samt er ég sama og ekkert búin að þvo þvott um helgina eða þrífa húsið eða neitt svoleiðis.

En við erum sum sé búnar að hafa það ljómandi gott hér um helgina í fallegu haustveðri :-)

Þökkum þeim sem "hlýddu"

Rúna og fimm fræknu

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Sæl og blessuð. Gott að heyra að allt gekk vel og segja þér hvað mér finnst þú frábær að gera þetta fyrir þau. mamma

19 september, 2004 18:55  
Blogger BirtuMamma sagði...

Takk fyrir það :-)

19 september, 2004 19:21  

Skrifa ummæli

<< Home