laugardagur, september 11, 2004

Nú er allt komið í svo fastar skorður hér að maður hefur bara ekkert að segja!!!

En ég er á fullu að vinna í ritgerðinni, ætla að skila fyrsta uppkasti í næstu viku.

Birta er mjög ánægð í skólanum, er farin að spjalla aðeins við krakkana, segir orðið einfaldar setningar eins og; "pas på", "la være", "må jeg være med" og "det må du ikke" en segist ekki skilja vel þegar kennarinn er að útskýra eitthvað. En maður finnur mun á henni á hverjum degi.

Talandi um mun á hverjum degi þá stækkar Sabrína og mannast auðvitað með hverjum deginum. Hún er farin að velta sér á alla enda og kanta og ýtir sér soldið áfram á maganum þegar vel liggur á henni. Það eru skiptar skoðanir um hvort það er vísvitandi gert eða ekki ;-) Hún er farin að fá maukað grænmeti og situr voða montin í tripp-trapp stólnum þegar hún borðar.

Svo eru hjónin á bænum að fara til Köben í helgarferð um næstu helgi og ég ætla að taka að mér að passa allan hópinn !!! Þá verður nú eitthvað stuð hér!! Það á eftir að redda mér að hafa Guðnýju, hún er svo dugleg með litlu snúllu.

En í morgun voru stelpurnar á sundnámskeiðinu, litlu selirnir (hópurinn þeirra heitir það :-) og eru núna farnar út á hoppupúða, eins og venjulega. Ég ætla þess vegna að nota tímann og læra smá.

Heyrumst :-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home