mánudagur, september 06, 2004

Dýralíf :-)

Hér er búið að vera hið dásamlegasta veður undanfarna daga!! Að vísu ekki glampandi sól í dag og í gær, soldið mistur og þoka í morgun en hlýtt og notalegt.
Á laugardaginn skelltum við okkur sum sé til Sönderborgar (einu sinni sem oftar ;-) á Íslendinga-hitt. Íslendingafélagið þar leigir íbúð ásamt tveimur öðrum "útlendingafélögum" (þjóðverjum og ég man ekki hverjum) og í restinni af húsinu er leikskóli. Þannig að það var setið úti í garði og börnin léku sér meðan fullorðna fólkið spjallaði, sólaði sig og borðaði íslenskt nammi og svo íslenskar pulsur. Okkar skvísur voru svo kátar með leiktækin að þær föttuðu ekki einu sinni að biðja um nammi, við "urðum" að nefna það að fyrra bragði :-) og þá er nú mikið sagt. Þarna hitti ég tvo krakka úr mosó sem ég kannaðist við, Nönnu og Snorra (ef einhver hefur áhuga á að vita nánari deili á þeim þá getur sá hinn sami sent inn fyrirspurn í formi comments! ) og svo Stínu frænku. Hana var ég reyndar búin að hitta fyrr um daginn í A-Z þar sem hún var að spóka sig með yngsta strákinn sinn (af þremur) og ömmu !! sína. Hún var ótrúlega hress (þ.e. amman), mér fannst hún bara virka miklu yngri en þegar ég sá hana síðast, fyrir ég veit ekki hvað löngu!
Í gær fór svo Birta í afmæli Christinu og ég talaði um að sækja hana klukkan 3 í staðin fyrir 4. Ég hringdi samt til öryggis og þá var auðvitað voða gaman og hún vildi vera allan tímann, sem var bara frábært.
Eftir afmælið langaði Birtu að fara í göngutúr "bara með mömmu" svo við keyrðum aðeins út fyrir bæinn og fundum okkur göngustíg inn í skóg. Þar tók ég smá þerapíu því ég er orðin svoddan pempía gagnvart öllum pöddum að það hálfa væri nóg. Ég er sko orðin ótrúlega kúl gagnvart geitungum og svoleiðis miðað við hvernig ég læt þegar ég sé ókunnuglegar köngulær og alls lags kvikindi. Aumingja Birta var orðin á taugum líka eftir að ég hrökk við og gargaði hvað eftir annað þegar ég sá drekaflugur og eitthvað fleira sem ég kann ekki að nefna. Reyndar sáum við líka lítinn sætan frosk sem var alveg eins og fölnað lauf þegar hann var kjurr. En við (eða kannski aðallega ég) komumst að þeirri niðurstöðu að það yrði skemmtilegt að skoða skógana í vetur. En ég held áfram að taka mig í aðlögun annað slagið með svona smá göngutúrum :-)
Síðan gengum við lítinn hring í Kliplev þar sem ekki er eins fjölskrúðugt dýralíf!

Í dag fór ég svo á bókasafnið í Aabenraa og las í nokkra klukkutíma, ótrúlega dugleg!!!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ hæ
Ég er alltaf jafn forvitin :o) Veit að einn Snorrinn (voru 2) úr mínum bekk í Varmárskóla býr í Danmörku. Man ekki eftir neinni Nönnu.
Jæja, annars er allt gott hér, bara að læra og læra. Gangi þér vel með lokaverkefnið þitt.
Kveðja
Systa

06 september, 2004 19:46  
Blogger BirtuMamma sagði...

hæhæ
Snorri þessi er vinur Hjörvars, bróður Dagnýjar, veit ekki hvort það hringir einhverjum bjöllum hjá þér. Held að hann sé ári eldri en þú en samt ekki viss.
Nanna er jafngömul mér og bjó í raðhúsunum efst i hmm... Brattholtinu?? næstu götu við mig. Ég þekkti hana svo sem ekki neitt á sínum tíma en mundi vel eftir henni þegar ég sá hana.
Lítill heimur :-)
Heyrumst og gangi þér vel í skólanum og öllu þessu stússi!

06 september, 2004 22:00  

Skrifa ummæli

<< Home