sunnudagur, ágúst 15, 2004

Sjónvarpið fundið

Jæja, búin að kaupa sjónvarp og fékk það ennþá ódýrara en það sem ég leitaði sem mest að. Það kom auðlýsingabæklingur heim í gær frá A-Z og þar var svipað sjónvarp á tilboði á 1379 kr svo það var kannski ágætt að við skyldum lenda í þessu rugli í gær, að vísu erum við örugglega búnar að eyða mismuninum í bensín á þessu flakki en...

Svo er það skólinn aftur hjá okkur Birtu á morgun eftir langt helgarfrí. Þetta eru soldið blendnar tilfinningar hjá henni, henni finnst gaman að vera byrjuð í skóla og nokkuð gaman í skólanum en er ansi pirruð á því að skilja svona lítið. En þolinmæði þrautir vinnur allar... :-)

Eftir skóla ætla ég svo að skella mér til Sönderborgar... eina ferðina enn... meira flakkið á mér!! Ég ætla að fara á háskólabókasafnið og gá hvort ég get ekki fengið lánaðar bækur þar... er búin að finna nokkrar sem mig vantar á síðunni þeirra!

Aðalstuðið hjá stelpunum um helgina er búinn að vera "hoppupúðinn" sem er staðsettur hjá pöbbnum !! og er eins og risastórt uppblásið trampólín og þar hoppa þær tímunum saman. Voða sniðugt system, foreldrarnir fara á pöbbinn og krakkarnir leika sér á meðan og allir jafn ringlaðir þegar haldið er heim á leið ;-)

Góða nótt...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home