mánudagur, júlí 26, 2004

Ótrúlega duglegar!!

Haldiði að við Birta höfum ekki farið tvær einar til Sönderborgar í dag!!!
Og viltumst nánast ekkert, fórum bara smá krók á leiðinni til baka :-)
Aðalerindið var að kaupa netsnúru svo tölvan mín geti verið nettengd á sama tíma og Magga tölva og nú er hún það!!!
Svo kíktum við auðvitað aðeins í H&M í leiðinni og Birta fékk þar tvennar sokkabuxur, táskó og pils og miðlungsskvísurnar allar sokka sem líta út eins og balletskór, ótrúlega væmnir ;-)

Hér í bænum er búið að vera skátamótið Blaa summer síðan við komum og skátar í þúsundatali rölta um bæinn. Birta er búin að læra hvað þeir heita en þegar hún heyrði fyrst minnst á skáta fyrir nokkrum mánuðum, af því þeir heimsóttu leikskólann, þá spurði hún mig hvort ég hefði verið í "skáldunum" þegar ég var lítil :-)

 

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home