þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Skóli !!!

Jæja, þá er stóri dagurinn á morgun.

Fyrsti skóladagurinn!!!

Við fórum í heimsókn í skólann í gær og hittum kennarann hennar Birtu og spjölluðum aðeins við hana. Birta var auðvitað voða feimin af því hún skildi hana ekki en þetta virðist afar geðug kona :-) Við eigum svo að mæta kl. 9 í fyrramálið og foreldrarnir eiga að vera með fyrsta daginn, svo sjáum við til hvernig hún plumar sig.

Það verða 22 börn í bekknum, 22 strákar og 8 stelpur. Ein stelpan býr hér nálægt okkur, sagði hún okkur kennarinn, en annars eru mörg börnin sem búa út í sveit eða í litlum bæjum í kring sem ekki eru með sérskóla.

Það eru svo 3 aðstoðarkennarar sem eru með henni Inge-Britt til skiptis og mér skilst að þetta sé soldil leikskólastemming hjá þeim, engin harka í kennslunni svona fyrsta veturinn!

Anyway... meiri fréttir á morgun... ég veit ekki hvor okkar er með meiri hnút í maganum af tilhlökkun/spenningi/kvíða... Birta eða ég ;-)


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home