miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Loftið

Jæja ég keypti viftu í gær og það var að vísu sólarlaust í dag en ekki get ég sagt að það hafi kólnað mikið. Viftan var í gangi í alla nótt og við sváfum rosalega vel mæðgurnar en það var samt 30!!! stiga hiti í herberginu þegar ég vaknaði klukkan 7 í morgun. Haldiði að það sé!!! Með galopinn glugga og viftu í gangi. Þannig að ekki getum við kvartað yfir kulda, nei ónei.

En aðalerindið núna var loftið.
Þar er nú aldeilis allt að gerast núna!! Stiginn tilbúinn og komið teppi. Birta er flutt fram, hún mun sofa í "stofunni okkar" og ég í herberginu og þangað er ég líka búin að flytja tölvuna og búin að tengja mig við netið og allt. Sem sagt... við erum almennilega fluttar og nú er bara fínisering eftir og svo ætlar Maggi að setja upp smá eldhúskrók með vaski, helluborði og litlum ísskáp. Plássið sem við höfum hér uppi er ca. 50 fm svo þetta er nú ekkert mikið minna en íbúðin okkar í Blöndó!

Í skólanum í dag áttu allir krakkarnir að segja frá hvað byggju margir á heimilunum þeirra og við Birta erum afbrigðilegar í þeim efnum hvernig sem á það er litið. Það var eitt barn sem á ekkert systkini en annars áttu þau öll 1-4 systkini. Þannig að við vorum þær einu sem bjuggu á tveggja manna heimili. Reyndar vildi Birta meina að við byggjum á 8 manna heimili en þá vorum við á fjölmennasta heimilinu. Greinilegt að við föllum ekki undir skilgreiningu á vísitölufjölskyldunni hér í Kliplev ;-)

Nú ætla ég að skella inn nýjum myndum og svo kannski aðeins að byrja að lesa eitthvað af þeim ca. 50 linkum sem ég fann í gær vegna ritgerðarinnar. Að vísu komu upp rúmlega 13.000.000 síður !! þegar ég sló inn "change management" á google en ég lét duga að setja 50 í favorites!!

Heyrumst síðar... ekki vera feimin við að skrifa í gestabókina eða comment :-)

Ps. Birna, þú gleymdir að láta slóðina að blogginu þína fylgja í póstinum, á ekki að leyfa manni að skoða???

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home