sunnudagur, ágúst 08, 2004

Litli hrakfallabálkurinn

Gleymdi alveg að segja frá því síðast að Birta er búin að prófa slysavarðsstofuna í Aabenraa (eða læknavaktina reyndar).
Hún datt og rispaði af sér hálfa litlutána á vinstra fæti í byrjun síðustu viku og svo þegar við fórum á ströndina þá duttu auðvitað allir plástrar af og um kvöldið var sárið orðið ansi ljótt og fullt af sandi! Mamma móðursjúka vildi láta kíkja á þetta því hún treysti sér ekki til að hreinsa sandinn úr.
Læknirinn kíkti á þetta og sagði okkur að fara með hana heim í fótabað!!! Ég sá á honum að honum fannst þetta soldil histería... hehe...
En maður verður að vera viss!!

Nú er ég búin að fá send fæðingarvottorðin okkar og ætti þá að geta fengið danska kennitölu og svo er ég búin að fylla út þessa fáránlegu umsókn út af bílnum (ég veit, ég fer alveg að hætta þessu endalausa bílarausi, en þið getið ekki neitað því að þetta er eðalkerra ;-), ég setti reyndar bara spurningamerki í nokkra reiti því þetta voru fáránlegar spurningar!!

Á morgun ætla ég svo að kaupa mér viftu í svefnherbergið því það er eiginlega ekki hægt að sofa í þessum hita. Eini gallinn er að þá kólnar pottþétt með það sama þannig að þetta er eiginlega vítahringur... hmmm... erfitt líf...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home