laugardagur, ágúst 14, 2004

Sjúlla!

Á fimmtudagskvöldið var Birta svoooo þreytt að hún gat bara ekkert leikið eða farið út. Hún reyndist vera komin með 39 stiga hita litla skinnið.
Við vorum því heima í gær en hún var nú samt tiltölulega brött og er alveg eins og ný í dag :-)

Við Linda þvældumst um allar trissur í gær að leita að sjónvarpi á tilboði sem við höfðum séð um daginn en fundum það ekki. Í einni búðinni áttu þeir von á því og ætla að hringja þegar það kemur, það verður spennandi að sjá hvort af því verður. Það er sum sé 20" með innbyggðu vídeótæki og kostar 1500 danskar (ca. 17.000 íslenskar).

Annars er mest lítið að frétta, sólin komin aftur eftir þriggja daga sólarleysi og ég er að hugsa um að skella mér í "ljósatímann" minn. Fer út í sólbað ca. 15-30 mínútur á dag eftir því hversu heitt er en annars heldur maður sig mikið til í skugganum úti.

En hér eru nýjar myndir!

Heyrumst

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home