laugardagur, september 04, 2004

Við Linda ákváðum að láta skynsemina ráða og fara ekki með á fimmtudaginn þegar Ágústa og Gurrý fóru í Kolding Storcenter. Við ætlum frekar að kíkja þangað þegar nær dregur jólum.

Stúlkurnar eru núna byrjaðar í handbolta og finnst mjög gaman. Þar er auðvitað verið að kenna algjör undirstöðuatriði þannig að það var ansi skondið að fylgjast með þegar þau voru að "spila". Sóknin var eins og línudans; þrjú skref áfram, kasta, þrjú skref áfram, kasta... :-) En aðallega voru þau að leika sér með bolta, kasta á milli og ýmislegt. Mjög skemmtilegt :-)

Birta fór í afmæli í morgun til Kerstinar og var svo heppin að Kerstin á stóra systur á aldur við Guðnýju og þar með var Guðnýju boðið með. Síðan á Christina afmæli á morgun og ég hugsa að ég sæki hana eftir tvo tíma í staðin fyrir þrjá enda komið nóg af afmælum í bili svo sem.

Núna á eftir erum við að fara til Sönderborgar á Íslendinga "gaðering" einhvers konar. Verið að bjóða nýja Íslendinga á svæðinu velkomna skilst mér. Veðrið leikur við okkur þessa helgina svo þetta ætti að verða ágætt.

Í gær fórum við í bíltúr, ég og miðlungarnir þrír, að leita að leikvelli. Við skoðuðum nokkur ferðamannakort sem mamma tók í Fröslevlejren og fundum einn stað rétt hjá Aabenraa þar sem var merkt "skovlejeplads". Við þangað... og viti menn... þetta var skovlejeplads... sum sé allt búið til úr óhefluðum trjástofnum og drekaflugur og geitunar í hundraðatali að skoða þessa innrásarmenn í skóginn. En stelpunum fannst auðvitað rosa gaman og svo fórum við aðeins á róló hjá bílastæðinu sem við lögðum á, en hann var auðvitað ekki merktur inn á kortið enda afar venjulegar og ófréttnæmur! Við þurfum trúlega að spjalla við einhverja innfædda foreldra til að forvitnast um skemmtileg leiksvæði í nágrenninu.

Birta fór með okkur Lindu í bíltúr á þriðjudaginn þegar hinar voru í handbolta og við fórum í Fördapark (í þýskalandi) að gera stórinnkaup í matinn og svona. Það duttu auðvitað í körfuna hinir ýmsu kexpakkar eins og gengur. Við fengum okkur smá kex á leiðinni heim og Birta var "in charge" aftur í að rétta okkur og svona. Þannig að ég hugsa að hún hafi borðað þónokkuð mörg kex. Svo rétt eftir að ég sagði stopp og hún var búin að pakka saman restinni þá sagði hún: "... ég er svo svöng að ég verð að fá eitthvað að borða, annars dey ég úr hungri held ég...", við Linda brostum út í annað fram í, jæja, heldurðu það?? "já en ég veit samt ekki alveg hvað það þýðir!!" :-) :-)

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ hæ og takk fyrir kveðjuna. Allt gott hér, mamma, pabbi, Gummi og Eva kíktu í kaffi, annars var ég í skólanum til 3 í dag. Maður er bara frekar lúin eftir svona lærdómstörn svo það á bara að taka því rólega það sem eftir lifir helgi.
Skilaðu kveðju til allra þarna á stórheimilinu og endileg til Ágústu og þeirra ef þú hittir þau.
Kveðja
Systa

04 september, 2004 19:44  

Skrifa ummæli

<< Home