miðvikudagur, september 01, 2004

Skólastúlkur

Jæja, þá er ég útskrifuð úr Kliplev-barnaskólanum ;-)

Birta var ein í gær og gekk auðvitað ljómandi vel. Þau voru að byrja að læra stafina og "svo var sett svona rautt strik undir A í nafninu og þá rétti ég upp hönd af því það er A aftast í mínu nafni", haldiði að maður bjargi sér ekki! "En ég setti ekki puttann upp í loftið heldur eins og maður gerir á Íslandi!" (Smá valdabarátta við Ásdísi sem var að leiðbeina henni þegar hún var nýkomin og segja henni að þegar maður réttir upp hönd í Danmörku þá setur maður vísifingur upp í loftið eins og maður sé að benda. Nei takk fyrir, Birta réttir upp hönd á íslensku með alla fingurna upp!! Eins gott að standa á sínu ;-)

Nú vill hún að mamma hætti að sækja hana í skólann eins og eitthvað smábarn!

Um næstu helgi er hún boðin í tvö afmæli, nóg að gera!!

En nú erum við að fara í bíltúr, þ.e. með bekknum. Það á að keyra um og sjá hvar allir eiga heima. Þeir sem eiga heima fyrir utan bæinn, sum sé. Þau fara í göngutúra til að skoða húsin hjá þeim sem búa inní bænum. Verð að drífa mig, danirnir eru svo hrikalega stundvísir að það er eins gott að standa sig :-)

Heyrumst... endilega skrifiði í gestabók eða comment svo ég viti hverjir eru að lesa :-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home