föstudagur, ágúst 27, 2004

Amma og afi farin heim :-(

Jæja þá er fyrir alvöru komið haust. Rok og rigning, sokkabuxur taka við af sokkum og amma og afi farin heim!

Við tókum því rólega á miðvikudaginn, skruppum reyndar til Tönder því þar er afar skemmtilega búð sem heitir Gamla Apótekið. Í Tönder búa líka Ágústa og Gunnar, Óla- og Gurrýjarbörn. Óli og Gurrý eru hjá þeim núna og til stendur að þau kíkji í heimsókn.

Í gær fóru svo mamma og Guðni heim. Skvísurnar fengu að hætta fyrr í skólanum til að fylgja þeim á lestarstöðina. Við vorum alltof snemma í því og biðum á lestarstöðinni dágóða stund. Það væsti svo sem ekki um okkur, glampandi sól en allt morandi í geitungum reyndar. Þegar lestin svo kom voru þau rétt komin inní hana þegar rigningin helltist yfir okkur eins og sturtubað og við áttum fótum fjör að launa. Sem betur fer hafði Maggi keyrt töskurnar svo við sluppum inní bíl :-)

Um helgina ætlum við svo að skella okkur á Tönder-hátíðina (sem ég veit ekkert hvað er :-) ef það verður gott veður.

En nú ætla ég að lesa smá áður en ég mæti í skólann klukkan 10.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home