mánudagur, ágúst 30, 2004

Tönder

Þá er nú helgin búin og svo sem ekki mikið gert.

Það varð ekkert af því að við færum á Tönder-hátíðina. Bæði voru að koma skúrir annað slagið alla helgina en aðallega voru einhver slappheit á liðinu. Linda og Sabrína eru báðar stútfullar af kvefi en ég er að verða góð af því. Skvísurnar fóru hins vegar í sundið á laugardagsmorguninn og það var auðvitað voða gaman.

Í dag komu hins vegar gestir frá Tönder. Óli, Gurrý, Ágústa, Huginn Óli (5 ára) og Goði Páll (1 og 1/2 árs). Við spjölluðum heilmikið og krakkarnir léku sér. Svo kom Skarpi og allur skarinn rölti til hans að kíkja á kofann hans. Ágústa og Gurrý ætla í Kolding storcenter einhvern næstu daga og það er aldrei að vita nema við kíkjum með þeim.

Birta segist vera tilbúin að vera ein í skólanum og ég ætla að heyra í kennaranum hennar í fyrramálið hvort henni finnist það ekki líka. Svo ætla ég að tékka á bókasafninu í Aabenraa, hvort þar er lesaðstaða, því þetta gengur ekki alveg nógu vel hjá mér að lesa svona heima (hefur reyndar aldrei gert það en maður er svo fljótur að gleyma ;-)

Í þessari viku byrja æfingar í handbolta fyrir millistelpurnar (Guðný byrjaði í síðustu viku). Ásdís og Aðalheiður voru báðar með í fyrra og ætla aftur og Birta ætlar að prófa en hún verður ekki á sama tíma og þær svo ég veit ekki hvort hún finnur sig í því.

Annað kvöld er svo fyrsti foreldrafundurinn minn sem foreldri skólabarns!!! Mikill áfangi ;-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home