þriðjudagur, september 28, 2004

Steinaldarmennirnir

Úff... hvað þeir eru ótæknivæddir þessir danir.

Nú er ég búin að þræða næstum hvert bókasafn á suður-jótlandi og það er bara ekki hægt að finna almennilegan stað til að læra á!!!

Á bókasafninu í Aabenraa eru engar innstungur nálægt lesborðunum.

Á bókasafninu í Sönderborg eru borð og innstungur en ekki leyfilegt að setja tölvur í samband!

Á háskólabókasafninu í Sönderborg hitti ég afar almennilegan mann sem var allur af vilja gerður og fann fyrir mig borð nálægt innstungu (sem mátti meira að segja nota! ) en þá var borðið svo lágt og lítið að það hefði varla verið nógu stórt fyrir Birtu og ég fékk í bakið bara af að horfa á það!

Mér dettur nú ekki einu sinni í hug að nefna þráðlaust net við þetta lið, það myndi örugglega ekki vita hvað ég væri að tala um. Eini staðurinn sem ég hef séð auglýsa "internet-stoppested" er McDonalds! Spurning hvort ég sit ekki bara þar næstu tvær vikurnar og læri ;-)

Ég var nefninlega svo tæknivædd að ég keypti mér bók sem mig vantaði, á Amazon.com, sem e-bók. Og þar sem hún er rúmlega 300 síður ætla ég ekki að prenta hana út. Batteríið í tölvunni minni endist hins vegar bara 2 tíma þannig að ég þarf RAFMAGN!!! Hallóóóóó... dönsku tæknihænsni!!

Heyrumst :-)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Halló, hvernig heldur þú að línurnar fari ef þú situr alla daga á MacDonalds, ég get ímyndað mér hvernig ég yrði ef ég væri að vinna þar. Smá grín!!! Gangi þér vel.
Kv. mamma

30 september, 2004 10:43  
Blogger BirtuMamma sagði...

hehehe... þeir eru nú reyndar farnir að selja salöt ;-) en ég veit ekki hvað það væri vinsælt að sitja þar allan daginn... held þeir geri ansi mikið út á það að koma fólki sem fyrst út svo hægt sé að nýta sætin :-)

30 september, 2004 11:02  

Skrifa ummæli

<< Home