laugardagur, september 25, 2004

Jæja...

... hér skipast aldeilis veður í lofti.
Eftir vandlega íhugun með "nýja leiðbeinandanum" mínum, minni kæru móðu, hef ég ákveðið að skila ritgerðinni ekki fyrr en eftir ca. þrjár vikur og útskrifast í febrúar!!!
Hmmm... soldið svekkt á sjálfri mér að vera ekki löngu búin að þessu en svona er lífið. Nú verður þetta tekið með trompi, bókasafnið 8 tíma á dag og ekkert bull!

Birta hefur það rosa gott, segist ekki skilja neitt sem kennarinn segir en kom samt heim á föstudaginn og sagði mér að hún ætti ekki að fara í leikfimi á mánudaginn, heldur koma með góða skó því þau ættu að ganga 5 km. Og hvernig veistu það, spurði ég. Nú kennarinn sagði það!!! (döhh... heimskuleg spurning hjá kerlingunni :-)

Ég ætla með Birtu í skólann á mánudaginn og hjálpa henni að segja frá því hvað hún er búin að vera að gera um helgina. Hún er nefninlega búin að vera með gest, hana Önnu, alla helgina og á að segja frá því hvað á daga þeirra hefur drifið. Anna og Benny eru sem sagt dúkkur börnehaveklassens og fara heim með börnunum um helgar, voða spennandi. Svo á þriðjudaginn fer bekkurinn með lestinni til Graasten að skoða skip sem einn pabbinn vinnur á (annar pabbinn er að keyra lestina til baka) og um kvöldið fer ég í foreldraviðtal. 6. október er síðan pizzupartý fyrir börn og foreldra þannig að það er nóg að gera í skólanum!

Annars er mest lítið að frétta, ég sit bara hér og les og skrifa þannig að ég get lítið sagt ykkur hvað fer fram úti í "the real world".

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home