mánudagur, október 11, 2004

Haust

Þá er komið haustfrí í skólanum hjá skvísunum og þær sitja hér frammi og teikna og lita Á DÖNSKU ;-) Birtu finnst svo gaman að skilja orðið svona mikið og geta aðeins bjargað sér að hún vill helst bara tala dönsku þessa dagana. Hinar tvær hafa ekkert á móti því, áttu það víst oft til áður en við komum að leika sér á dönsku þegar þær voru tvær.

Annars er mest lítið að frétta. Rúm vika þar til við Birta skreppum í Íslandsferð og komið dæmigert haust með rigningu og roki.

Birta, Ásdís og Aðalheiður er allar komnar með heimasíður á barnalandi.is og eru rosa montnar með það. Það er því nóg að gera hjá vinum og ættingjum að fylgjast með þessu öllu saman :-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home