föstudagur, október 29, 2004

Hvað eigum við að leika?

Birta og Ásdís eru að leika, sem er svo sem ekki í frásögur færandi, en eru ekki alveg sammála um hvað þær vilja gera. Birta vill fara í barbí en Ásdís ekki.
Þá segir Birta: "Ég veit! Við leikum að við séum börn að leika sér og þá getum við leikið hvað sem er og þurfum ekki að leika það sama!" ahahahahahaha... hugmyndaflugið... !!


Svo er það ferðasagan!
Við mæðgur lögðum af stað með lestinni snemma á fimmtudagsmorgun og vorum í Köben rétt fyrir hádegi. Fórum til Fríðu og svo beint að sækja Grím í skólann og Þórdísi á leikskólann. Krakkarnir léku voða vel saman, sérstaklega þó Birta og Grímur. Soldið erfitt að vera Þórdís og vera yngri. Maður er ekki alveg inn hjá skólabörnunum! Hrafn er voða stór og duglegur strákur, "skríður" um allt og stendur upp. Maður miðar auðvitað allt við Sabrínu og finnst hann geta "allt" :-)

Flugvélin fór svo eftir kvöldmat þannig að við vorum á Íslandi seint og um síðir, ansi lúnar eftir annasaman dag. Vorum þó ekki þreyttari en svo að við úðuðum í okkur slatta af slátri sem mamma, Gulla og Gunný gerðu í síðustu viku. Það er alveg á hreinu að ég tek slátur næsta haust!!!!! Hrikalega gott!!

Á föstudeginum fórum við Birta í vinnuna mína og ég fór svo út að borða með nokkrum skvísum þaðan, en Raggi sótti Birtu um hádegið. Hún var svo hjá honum fram á mánudagsmorgun. Hún segir kannski eitthvað frá því sem þau gerðu á sinni síðu.

Á föstudagskvöldið komu Jóna og Björk til mín í SkaftaBlönduhlíðina og við spjölluðum fram á nótt.

Á laugardeginum var bara tjillað. Hittum Gunnýju á Iðu (kaffihúsi þar sem topshop var) og borðuðum svo lambafillet (namminamminamm) áður en við skelltum okkur á Shall We Dance í lúxussal í Bíóhöllinni. Það var allt í lagi mynd, gerðist svo sem ekkert og engin spenna, bara svona predictable krúttleg. Get ekki sagt að Jennifer Lopes hafi farið á kostum svo sem ;-)

Á sunnudaginn fórum við mamma svo í afmæli til Gullu frænku. Systur hennar voru reyndar sannfærðar um að þau hefðu verið að gifta sig aftur, þar sem terturnar voru þvílíkt margar og flottar en ekki vildu þau meina það!

Síðan fórum við aftur í bíó. Í þetta sinn á Dís sem var mjög góð en auðvitað bara brotabrot af bókinni eins og gerist og gengur þegar gerðar eru myndir eftir bókum. Gunný hjálpaði okkur svo að klára afganga af lambakjöti og slátri og ég fékk líka smá smakk af nætursaltaðri ýsu. Týpískur matseðill Íslendings í heimsókn frá útlöndum :-) enda er ég búin að vera svo lengi í burtu að fráhvarfseinkennin eru gríðarleg ;-)

Birta kom síðan frá pabba sínum á mánudagsmorgun og þá komu Systa, Hafþór og Katrín í morgunkaffi. Krakkarnir fóru út að leika smá sem var ágætt fyrir Birtu því framundan var langur dagur, allt í allt 12 tíma ferðalag með bíl, flugvél, lest og annarri lest! En eins og alltaf var hún ótrúlega dugleg, sofnaði aðeins í lestinni í restina en var annars að leika og borða nesti og dúlla sér.

Sem sagt í hnotskurn... afar notaleg helgi!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Skaftahlíð hvað ????
En annars sammála, afar notaleg og skemmtileg helgi, takk fyrir það!
Þín mamma

30 október, 2004 15:25  
Blogger BirtuMamma sagði...

OMG ég trúi því ekki að ég hafi skrifað Skaftahlíð!!!!! Jahérna :-)

30 október, 2004 16:23  

Skrifa ummæli

<< Home