mánudagur, október 18, 2004

Haustfríið búið og hversdagurinn tekinn við aftur. Við Linda vorum búnar að kvíða þessi ósköp fyrir að koma skvísunum á fætur og í skólann í dag þar sem búið var að snúa sólarhringnum... tja ekki alveg við en svona slatta á skjön. En það var greinilega spennandi að mæta aftur því allar voru þær klæddar og komnar á ról óvenjusnemma og mættar í skólann talsvert fyrir 8.

Birta fór rakleiðis til kennarans og sagði henni að hún væri að fara aftur í frí, og hvenær spurði Inge-Brit, eftir þrjá daga sagði mín kona... og mamman brosti alveg hringinn af stolti þar sem hún fylgdist með úr fjarlægð :-)

Það var nú voða mikið bara chillað í fríinu, fórum til Flensborgar í göngugötuna á laugardaginn að kaupa afmælisgjöf handa Vigdísi (fyrrverandi konu Skarpa frænda) og fórum svo í afmælið hennar í gær. Annars voru stelpurnar að leika, heimsækja vinkonur og slappa af.

Reyndar fórum við Linda, Guðný, Anna Catrina (vinkona Guðnýjar) og ég í bíó á föstudagskvöldið. Fyrsta skiptið mitt síðan ég kom og fyrsta skiptið hjá Lindu síðan hún kom sem er nú kannski öllu merkilegra! Við sáum The Terminal með Tom Hanks sem var ósköp skondin og krúttleg eins og við var að búast. Stelpunum fannst þetta voða skrítið, Birta spurði hvort við værum að fara á ball, og svo var hangið í okkur eins við værum að flytja að heiman. Við þurfum greinilega að fara oftar út :-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home