þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Djammið!!

Well well well... vegna fjölda áskorana (hehehe eða þannig) ætla ég stikla á stóru varðandi djammið um helgina!

Við þrjár höfðum sem sagt ekki hist í 10 ár!! en það var ekki að finna því við spjölluðum og skemmtum okkur eins og gerst hefði í gær. Sem er sérstaklega skemmtilegt í ljósi þess að við erum líka afar ólíkar allar!

En við fórum sum sé fyrst út að borða og svo heim til Söndru að spjalla og fá okkur nokkra tekíla og svona! Síðan brunuðum við í bæinn á gay-bar og dönsuðum okkur upp að hnjám! Þannig að ég komst ekki á séns ef einhver hefur verið að velta því fyrir sér ;-)

Ég ætla ekki að útlista öll smáatriði (því eins og dyggir lesendur kannski muna eru stundum gamlar móðursystur að lesa eða hver veit hvað ;-) en þetta var ÓGISSLEGA gaman!


Hlutirnir gengu auðvitað sinn vanagang hér heima á meðan ég var í burtu, Aðalheiður keppti í handbolta og vann annan leikinn og hinar fóru í sund á meðan. Sabrína þóttist svo vera feimin við mig þegar ég kom, sem sýnir enn og aftur að mæðurnar á þessu heimili fara ekki nógu mikið af bæ :-)

Á morgun er opið hús í skólanum (er einu sinni í mánuði) og ég ætla því að vera með Birtu alla vega til hálf-tíu en þá fer ég með hana til skólahjúkrunarfræðingsins í skoðun. Svo fer hún beint úr skólanum í afmæli til Daníels bekkjarbróður síns. Á mánudaginn fer ég svo með hana til skólatannlæknisins.

Og það eru 16 dagar þar til við hittum mömmu (og fleiri) í köben, það er Aðalheiður sem telur af miklum áhuga og tilkynnir okkur á morgnanna hvað eru margir dagar eftir! Svo fara þær væntanlega að telja niður í jólin þegar við komum frá köben... sbr. árið sem Birta var 4ra, þá taldi hún niður á hverjum einasta morgni frá því það voru 30 dagar til jóla!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home