þriðjudagur, nóvember 16, 2004



Það er orðið langt síðan ég hef sett inn myndir svo hér koma nokkrar.

Hér var haldið uppá 13 ára afmæli á föstudaginn með tilheyrandi pizzu, súkkulaðiköku, nammi, videói og fjöri. Það komu þrjár vinkonur Guðnýjar í heimsókn og horfðu með henni á vídeó og gistu. Og þvílíkar fyrirmyndarstúlkur! Þær voru farnar að sofa um miðnætti því þær þurftu að vakna á laugardagsmorgun og keppa í handbolta! Ég er hrædd um að maður sjálfur hefði vakað fram á morgun á þessum aldri ;-)

Í síðustu viku fór Birta í afmæli til Daníels bekkjarbróður síns og þvílíkur myndarskapur á þeim bæ. Öll börnin (21 stykki) voru sótt í skólann kl. 12 og afmælið stóð til 4! Í dag fór hún svo með Nikolai heim úr skólanum að leika en hann er besti vinurinn þessa dagana! Þau horfðu á Harry Potter og svo á Nikolai ROSA flottan kastala sem er hægt að "... ýta svona og þá gerist svona og svo skýst eitthvað svona upp ... !! " og ég veit ekki hvað !!! :-)

Ég hef enn ekkert frétt af vinnunni sem ég sótti um :( Skil ekki hvað þeir eru að pæla að ráða mig ekki bara um leið... hehe... en ég er með fleira í sigtinu svo vonandi fer eitthvað að gerast í þeim efnum.

9 dagar í köbenferð, Tívolí, Þórdísarafmæli og fleira skemmtilegt :-D

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home