mánudagur, desember 13, 2004

Jóla... jóla... jóla...

Hér er mikið búið að jólast undanfarna daga!

Í síðustu viku fórum við í Kolding storcenter, ég, Linda og Guðný. Gerðum svo sem engin stórinnkaup en fengum svona þennan *verslunarmiðstöðvarjólastressfíling* þó hann kæmist ekki í hálfkvisti við Kringluna á góðum degi í desember.
Um helgina bökuðum við roooosalega mikið af smákökum, að vísu bara tvær sortir en mikið af hvorri og svo er tilbúið deig í eina enn í ísskápnum (þ.e. eina sort, ekki eina smáköku :-)
Í dag setti ég í póst kort og pakka sem ég þarf að senda, Skarpi tekur svo rest fyrir okkur þegar hann fer heim þann 22. des.
Hingað eru líka farnar að berast jólasendingar, pakkar og kort, voða gaman að því. Skemmtileg stemning hjá skvísunum að vita af pökkum út um allt :-)
Svo eru íslensku jólasveinarnir auðvitað farnir að mæta hér um miðjar nætur og læðupúkast við að setja í jólasokka, meira hvað þeir gera víðreist, þeir þvældust meira að segja alla leið til ameríku þegar ég var þar ópera fyrir ca. hundrað árum síðan

Well, ætla að fá mér fegurðarblund, fer í atvinnuviðtal á morgun!!! Eins gott að vera vel upplagður, meira um það síðar.

Góða nótt

Ps. 888 heimsóknir komnar á síðuna... COOL... vantar samt aðeins uppá að það séu komin 888 comment... hmm... erfitt reikningsdæmi... en ég hef nú aldrei verið sleip í reikningi ;-)

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Já, ekki get ég reiknað það dæmi, en ég hefði gjarnan viljað vera með ykkur Kolding Storcenter að ég tali nú ekki um að vera komin í smákökurnar en Storsentrið verður vonandi á sínum stað þegar ég kem næst, þó það verði ekki jólafílingur.
Kveðja mamma

14 desember, 2004 11:40  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já, ekki get ég reiknað það dæmi, en ég hefði gjarnan viljað vera með ykkur Kolding Storcenter að ég tali nú ekki um að vera komin í smákökurnar en Storsentrið verður vonandi á sínum stað þegar ég kem næst, þó það verði ekki jólafílingur.
Kveðja mamma

14 desember, 2004 11:40  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Sælar mæðgur - okkur Eydísi vantar svo svakalega heimilisfangið ykkar (daman er búin að skrifa þetta fína jólakort). Ég finn einhvern veginn engin netföng á ykkur - nenniru að senda mér heimilisfangið á mariakgun@hotmail.com.

Takk takk :)
María

14 desember, 2004 13:18  
Blogger BirtuMamma sagði...

Tja dæmið lítur alla vega betur út ef hvert comment er sent alla vega tvisvar sinnum ;-) hehe... en við skellum okkur í storcenter næst þegar þú kemur!

14 desember, 2004 15:55  
Anonymous Nafnlaus sagði...

já best að bæta við commenti svo maður slái nú öll met ;o) Kringlan og Smáralind verða örugglega seint sleggnar út hvað varðar jólastressfíling. Annars vantar mig líka adressuna þína, ef þú vildir vera svo væn að skella henni hér inn eða í comment hjá mér
bið að heilsa í smákökustemminguna
Systa

14 desember, 2004 20:31  
Anonymous Nafnlaus sagði...

p.s takk takk, mér gekk bara alveg ágætlega í prófunum, allavega þar til annað kemur í ljós
Systa

14 desember, 2004 20:39  
Blogger BirtuMamma sagði...

Vegna "fjölda" áskorana *blikkblikk* set ég hér inn heimilisfangið okkar:

Birta og Birtumamma
Skolegade 6
6200 Aabenraa
Danmörk

14 desember, 2004 20:47  

Skrifa ummæli

<< Home