miðvikudagur, desember 01, 2004

Þá er búið að mála höfuðborgina rauða:

Tívolí Græni rússíbaninn er frábær en mér tókst ekki að draga neinn með mér í þann rauða, fer í hann næst!!!

Experimentarium Bara í alla staði stórkostleg skemmtun fyrir alla aldurshópa!

Planitarium Smá upprifjun fyrst um reikistjörnurnar og stjörnumerkin og svo stórskemmtileg höfrungamynd. Fyrir aftan mig sat lítil sæt sænsk stúlka sem talaði stöðugt og sparkaði í sætið mitt allan tímann :-)

Field's Tja bara svona brjáluð verslunarmiðstöð og lítið um það að segja

Malmö (sem er reyndar ekki í höfuðborginni eins og glöggir lesendur átta sig á)

Lestaferð! Þar sem hluti barnanna í ferðinni hafði aldrei í lest komið var tekinn smá hringur með S-tog, Metro (takið eftir hvað þessar nýjuogfínumeðsig Metro lestir eru með flotta slóð) og reyndar strætó (sem er ekki lest eins og glöggir lesendur átta sig á)

Þórdísarblómálfaafmæli á Sólbakka



Á mánudag fórum við Birta í bekkjarferð í Frøslev Polde Naturskole og í gær varð afar saklaus búðarferð okkar Lindu (þar sem ætlunin var að kaupa klósettpappír og mjólk) að allsherjar jólagjafainnkaupaferð! Sem er auðvitað bara frábært :-) og hér var pakkað inn í gærkvöldi þar til allir voru úrvinda af þreytu og Guðný úrvinda af hlátri þar sem við Linda erum svoooooo fyndnar (sem ég þarf auðvitað ekki að taka fram).

Já og í dag var juleklippedag (jólaföndurdagur) í skólanum og við föndruðum þar grís og stjörnu úr kanilstöngum (þ.e. stjörnuna úr kanelstöngum en grísinn úr pappír, eins og glöggir lesendur átta sig á).

Og bara svona fyrir þá sem ekki vita þá heitir jólagjöf á sænsku Julklipp! Frekar fyndið :-)

Ps. ef einhver getur frætt mig á hvernig ég læt linka opnast í nýjum glugga þá væru þær upplýsingar vel þegnar!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home