mánudagur, nóvember 22, 2004



Haldiði að það sé myndarlegur hópur :-)

Við skelltum okkur í að taka myndir fyrir jólakortið í ár en svo fór liðið í klippingu í gær svo við gætum þurft að byrja uppá nýtt!

Á meðan kvenfólkið var í klippingu var Maggi að smíða hjá Stínu frænku (frá Klofa)! Við fórum svo þangað að sækja hann og ég drakk nokkra lítra af kaffi (er sú eina í kaffinu á heimilinu og nenni ekki að laga fyrir mig eina svo ég þarf að vinna mikið upp þegar ég kemst í kaffi e-s staðar ;-). Stína var auðvitað rosa hress eins og hennar er von og vísa og gaman að hitta hana og hennar fólk. Stefnan er að halda lítið jólaboð með henni og Hrefnu Grétarsd. sem kemur til hennar milli jóla og nýjárs frá Svíþjóð.

Svo eru helstu fréttirnar auðvitað "í kjólinn fyrir jólin" átakið okkar Lindu... hehe eða þannig... sjáiði okkur ekki í anda báðar í kjólum ;-) En svona á gríns þá ætlum við að byrja í eróbiki sem Íslendingafélagið í Sönderborg stendur fyrir. Það verður bara gaman. Verst hvað Maggi var fljótur að sjá í gegnum plottið hjá okkur, þegar við vorum að viðra hugmyndina við hann sagði hann ".. en þið verðið þá að mæta í eróbikið, ekki bara fara og sitja á kaffihúsi"! Ohhhh... þar fór það!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home