mánudagur, desember 06, 2004

Og enn er það bíllinn...

... eins og dyggir lesendur kannski muna var um tíma útlit fyrir að síðan yrði látin heita "bílamamma" :-)
En aumingja bíllinn lenti í þeim hrakningum í síðustu viku að það var keyrt á hann!!! Það var sum sé afar upptekinn bissness maður á leið á fund sem mátti bara ekki vera að því að líta í spegilinn áður en hann bakkaði út úr stæði til að rétta sig aðeins af. Ég er bara búin að vera í svo miklu losti að ég gat ekki skrifað um þetta fyrr... eða ekki hehehe... brotið framljós og einhverjar smá beyglur. Nú bíð ég eftir að heyra frá tryggingafélagi mannsins! Alltaf vesen að standa í svona en þetta var nú smávægilegt!

Birta og frænkurnar fóru í Åben hall í íþróttahöllinni (bara bið ykkur um að kalla þetta ekki íþróttahús!!!) á laugardaginn. Þangað kom jólasveinn og hann var sko alvöru!!! því Casper í 4. bekk togaði í skeggið til að gá hvort það væri fast og það var fast!!! Þá vitiði það og hann gaf þeim meira að segja nammi. Svo fengu þær laugardagspeningana sína með og keyptu nammi fyrir þá þannig að við þurftum ekkert að elda þann daginn ;-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home