fimmtudagur, janúar 13, 2005

Stuð á stóru heimili !

Hér á bæ er oft mikið fjör við kvöldmatarborðið, enda ekki við öðru að búast á átta manna heimili. Ein lítil saga: um daginn var Aðalheiður að kvarta yfir strák í bekknum sem er alltaf að stríða henni. Ég benti henni á það að oftast stríddu strákar mest stelpunum sem þeir væru skotnir í og að hún ætti að segja það við hann næst þegar hann stríddi henni. Nema hvað að við kvöldmatarborðið áðan spyr ég hana hvort hún sé búin að segja þetta við strákinn; "nei, en ég sagði Ídu það... og hún er strax hætt að stríða öllum strákunum!"
Ég held að þær hafi ekki alveg skilið af hverju fullorðna fólkið frussaði matnum út úr sér af hlátri :-D

Annars er verið að undirbúa afmæli sem á að halda hér á sunnudaginn, þ.e. 7 ára afmæli Ásdísar. Ég bakaði skúffukökuna í dag, hún er ennþá bara púpa en á eftir að breytast í fallegt grænt fiðrildi ;-) Aðalheiður er hins vegar búin að panta pakkaköku fyrir sitt afmæli, þ.e.a.s. kakan á að vera eins og afmælispakki þannig að það mun reyna á listræna tertuskreytingahæfileika föðursysturinnar þegar þar að kemur. Fiðrildið er auðveldara því þar er ég í þjálfun, Birta var með fiðrildi í fyrra.

Birta var í smá vandræðum með hvernig köku hún ætti að velja sér
ekki vildi hún fiðrildi aftur


ekki barbí-köku aftur


og ekki pakka eins og Aðalheiður. En málið er sem betur fer leyst, hún verður með Bratz köku, sem er alveg eins og barbí-kaka nema með Bratz dúkku og auðvitað er það ALLT öðruvísi kaka!!!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Það er búið að vera stuð á þessu stóra heimili lengi! ertu haldin ritstíflu Rúna mín eða fer öll ritorkan í ritgerðina? Leita eftir skýringum, er farin að sakna frétta frá ykkur mæðgum.
kv
Systa "þolinmóða"

31 janúar, 2005 00:01  

Skrifa ummæli

<< Home