þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Dóttir mín snillingurinn !!! Montimontimont :-D

Við Birta fórum í foreldraviðtal í skólanum í gærkvöldi.
Fyrst var hún með inni og kennarinn spurði hana hvernig henni líkaði í skólanum og svoleiðis. Hún sat fyrir svörum eins og hún hefði aldrei gert annað og spjallaði og spjallaði. Þegar hún var spurð hverju henni fyndist hún best í þá sagði hún; stærðfræði, "jeg er faktisk rigtig god til at regne!" Sem hún er auðvitað en það er svo krúttlegt hvað hún er hreinskilin, hún var ekkert að monta sig heldur bara svona "matter of factly" þá er ég flink að reikna :-D

Svo fór hún fram að leika og ég spjallaði áfram við kennarana. Börnin eru síðan fyrir jól búin að vera í alls konar þroskaprófum, sem eru fyrir þeim alls ekki próf heldur bara eins og hver önnur verkefni í skólanum, og þær voru að sýna mér niðurstöðurnar úr þeim.

Til dæmis var verið að prófa orðaforða. Þeim voru sýndar myndir af t.d. hundi og best var ef þau gátu sagt hvers konar hundur þetta var og verst ef þau notuðu barnamál. Eins var verið að gá hvort þau föttuðu að segja húsgögn í staðin fyrir stóll, borð og sófi þegar þetta var allt saman á mynd. Í þessum hluta var Birta í meðallagi sem er auðvitað mjög gott miðað við að hafa lært málið í hálft ár.

Síðan voru minnispróf þar sem þeim voru sýnd tákn á töflunni og þau áttu að muna fjögur í einu og teikna þau og eins að teikna myndir eftir minni (sem var lýst í orðum), ein var t.d. hús með þremur gluggum og hurð, skorsteini með reyk uppúr og flaggstöng með fána fyrir utan. Þessu rúllaði hún öllu upp að sjálfsögðu.

Svo voru ýmiss stafapróf, þekkja þau fyrsta stafinn í orðum, geta þau fundið orð sem byrja á sama staf, hvað gátu þau skrifað marga stafi úr stafrófinu og í öllu þessu var hún langt yfir meðallagi. Að lokum áttu þau að skrifa nokkur orð og mörg hver skrifa bara bullskrift sem kennarinn skrifar svo fyrir aftan hvað á að þýða en Birta skrifaði auðvitað bara heilu setningarnar og þær sögðu að hún væri langt á undan öllum í bekknum hvað þetta varðar *úlallahvaðmammanvarmontin*

Ég sagði þeim svo auðvitað tölvupóstsöguna sem þeim fannst alveg frábær og veltu því fyrir sér hvað þær gætu eiginlega kennt henni!! Það eina sem þeim datt í hug var að hún man aldrei eftir/nennir ekki að snýta sér og er því með hor niðrá höku þegar hún er kvefuð og því er það aðalverkefni vetrarins að kenna henni það!!

Það er því ljóst að barnið er hreinn og klár snillingur!!!

En það er hins vegar líka ljóst að dönsk börn eru lengur smábörn en þau íslensku því auðvitað eru innan um í bekknum fleiri þrælklárir krakkar en hefðin hér er greinilega ekki sú að vera að kenna þeim stafi og svoleiðis fyrr en bara þau byrja í skóla.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Sælar. Ég er ekki hissa þó að mamman sé montin, amman er það nú bara líka. Til hamingju.
mamma/amma

09 febrúar, 2005 08:47  

Skrifa ummæli

<< Home