sunnudagur, febrúar 06, 2005

Dóttir mín tölvusnillingurinn :-D

Haldiði ekki að skvísan hafi sent tölvupóst alveg ein og sjálf!!!

Erindið var auðvitað afar brýnt og þá bjargar maður sér, neyðin kennir naktri konu að spinna eða þannig !!

Málið er það að Ásdís og Aðalheiður fengu báðar ferðageislaspilara frá ömmu sinni í afmælisgjöf. Birta á vasadiskó en finnst auðvitað flottara að eiga geislaspilara. Hún sagði mér því fyrir nokkrum dögum að hún þyrfti að skrifa ömmu sinni til að segja henni að vasadiskóið væri bilað (sem það er reyndar ekki, heyrnartólin soldið léleg að vísu), mjög hógvær sko, bara svona að láta hana vita, ekkert að biðja um neitt ;-)

Ég var svo ekkert meira að hugsa um þetta fyrr en í kvöld þá spyr mamma mig á msn hvort Birta sé hjá mér eða hvort hún eigi að svara henni í tölvupósti! Ég fór að kíkja á póstinn hennar og sá að hún hafði sent ömmu sinni eftirfarandi bréf:

Hæhæ.
Ég vil líga sona eins og stelburnar.
Bæbæ

Það var auðvitað of flókið að fara eitthvað að útskýra bilað vasadiskó svo þetta varð aðeins hnitmiðaðra en til stóð en mér finnst hún rosalega klár!!! Fatta hvernig á að svara og svona!! Hvað finnst ykkur? Er hún ekki upprennandi Bill Gates??? ;-)

Annars var hér brjálað fastelavn-afmælispartý í dag með tilheyrandi ketti sem nornir, prinsessur og ræningjar slógu úr tunnunni. Ágústa og Palli kíktu svo við með strákana og Skarpi líka og björguðu þau okkur frá því að borða súkkulaðiköku í alla mata út vikuna ;-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home