laugardagur, febrúar 05, 2005

Ég skellti mér í sprogskólann í síðustu viku. Talaði þar við Jane sem prófaði mig í bak og fyrir og fann út að ég ætti heima í dansk 3, modul 5. Nú þarf ég bara að sannfæra kommúnuna um að borga fyrir mig og ætti þá að geta byrjað eftir ca. tvær vikur.
Vonandi verð ég samt búin að finna vinnu áður en þar að kemur, en ég get þá farið í skólann á kvöldin (í staðin fyrir á morgnanna) ef ég vil.

Annars er helsti stórviðburðurinn á heimilinu kökubakstur eins og fyrri daginn (OMG hvað þetta er sad og viðburðarlítið heimili ;-)

Ég læt fljóta hér með myndir af herlegheitunum fyrir ykkur að slefa yfir, ég baka nebblega ROSALEGA góða skúffuköku þó ég segi sjálf frá!!




2 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ógeðslega flottar kökur, maður fær bara vatn í munnin. Gangi þér vel í den danske sprogskolen
kv
Systa

05 febrúar, 2005 22:45  
Blogger BirtuMamma sagði...

Takk fyrir það!
Á ég kannski að senda þér eins og eina kökusneið í tölvupósti ;-)

05 febrúar, 2005 23:13  

Skrifa ummæli

<< Home