miðvikudagur, mars 09, 2005

Pakkipakkipakk...

Ekki mikið að frétta svo sem...

Nicolai, besti vinur, kom með Birtu heim úr skólanum í gær, hann hefur ekki komið fyrr en Birta hefur heimsótt hann nokkrum sinnum og þau leika voða mikið saman í skólanum. Bæði finnst Birtu mjög gaman að leika heima hjá einhverjum öðrum og svo hafði Nicolai víst af því talsverðar áhyggjur að honum myndi ekki þykja gaman að leika sér þar sem bara væri til "stelpudót"!! (minnir örlítið á ónefndan frænda okkar ... ;-)

Mamma hans átti því alveg eins von á þeim yfir til sín fljótlega eftir hádegi, en viti menn... við Birta vorum þá bara alveg nógu skemmtilegar fyrir hann, og þegar mamman kom að sækja hann klukkan fjögur þá vildi hann ekki fara heim :-)

Annars er Birta komin með skólavist í Hlíðaskóla og á frístundaheimilinu Hlíðaskjóli. Ég hafði auðvitað aldrei áhyggjur af því að hún gæti ekki byrjað strax í skólanum en hélt kannski að ég þyrfti að bíða eftir að koma henni inn gæsluna eftir skóla. Ég hringdi hins vegar í forstöðukonuna og hún var bara með almennilegri konum og hélt það væri nú nóg vesen að vera að flytja frá útlöndum þó hún færi ekki að auka á vesenið. Bara komiði þegar þið viljið og við hlökkum til að fá nýtt barn til okkar :-D

Þannig að Birta byrjar í skólanum fimmtudaginn 17. mars og ég byrja að vinna daginn eftir.
Ó já og ég er sum sé að fara að vinna hjá Skýrr :) Sem Oracle ráðgjafi í deild sem heitir Viðskiptalausnir. Þá vitið þið það!!

1 Comments:

Blogger BirtuMamma sagði...

Aðeins að prufa commentakerfið, ég var að fikta í því, smá forritunartilraunir jú sí!

09 mars, 2005 22:26  

Skrifa ummæli

<< Home