sunnudagur, febrúar 20, 2005

Þá er alvara lífsins að taka við hjá mér aftur!!
Sprogskólinn klukkan 8:15 í fyrramálið. Það verður nú soldið skrítið að þurfa að vakna og mæta einhvers staðar aftur eftir *teljiteljitelj* 7 mánaða "frí"! Ekki það að þetta hafi verið eintómt frí, ég var auðvitað að vinna í ritgerðinni inná milli og svo var ég alveg heilan mánuð í börnehaveklasse, geri aðrir betur ;-)

Þetta verður reyndar bara stutt vika í skólanum því á fimmtudag skellum við Birta okkur til Íslands í helgarreisu. Það verður brjálað stuð, nú þegar er t.d. búið að plana saumaklúbb, leikhús og út að borða hjá mér og vinkonuhitting hjá Birtu, svo það verður nóg að gera!

Annars er búið að vera vetrarfrí þessa síðustu viku. Við fetuðum ekki í fótspor hins týpíska dana, sem skellir sér til Spánar eða Tyrklands í sólina í fríinu, heldur vorum við bara heima að tjilla.

Við Birta afrekuðum það reyndar að skreppa í H&M í Aabenraa því hún þurfti nauðsynlega að kaupa sér peysu fyrir pening sem pabbi hennar sendi henni. Þetta er "svona peysa sem er eins og stuttermabolur og svo koma svona ermar út úr hinum ermunum og það eiga allar hinar stelpurnar í bekknum svona peysu... eða ég held það alla vega" !!
;-) Voða sæt og fín og skvísan vill helst sofa í henni!!


Ps. Fyrir þá sem hafa gaman af að lesa blogg (lesist: finnst mitt leiðinlegt en kunna ekki við annað en að kíkja annað slagið ;) þá eru hér tvö sem mér finnst þrælsmellin; Nornasveimurinn og Tóta pönk. Ég tek það fram að ég veit ekki haus eða sporð á þessu fólki en hef oft glott útí annað yfir þeim og jafnvel næstum skellt uppúr, alein og nördaleg við tölvuna ;-Þ

Pss. ekki gleyma að kíkja á kommentin hjá þeim líka... það er fullt af sníkjubloggurum þarna... sem sýnir enn og sannar hvað ég á langt í land að teljast maður með mönnum í þessum netheimi... ég á engan sníkjubloggara :´(

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Talandi um skemmtileg blogg, þá finnst mér mjög gaman að lesa þitt, er náttúrlega aðeins hlutdræg, en samt, en svo er ein góð kunningakona mín sem skrifar mjög skemmtilega á blogginu: steingerdurs.blogspot.com
og þar eru líka mörg skemmtileg comment.
Kv. mamma

21 febrúar, 2005 15:03  

Skrifa ummæli

<< Home