mánudagur, febrúar 21, 2005

Sprogskóli

Þá er fyrsta deginum lokið í sprogskólanum.

Í bekknum mínum eru 15 nemendur frá hinum ýmsu löndum, meðal annars; Kína, Þýskalandi, Ungverjalandi, Íran og Tékklandi. Þetta er fólk á aldrinum ca. 20-60 ára og allir nokkuð vel talandi á dönsku.

Þau eru núna að lesa Pelle Erobreren, stytta útgáfu að vísu. Tímanum (8:15-11:35) var skipt í tvennt, annars vegar var farið í kafla úr bókinni, hann lesinn, sagnir beygðar og útskýrt það sem var óljóst. Í seinni hluta tímans voru svo leiðbeiningar varðandi atvinnuleit, hvernig á að skrifa umsókn og þess háttar.

Ég var auðvitað tekin upp að töflu, reyndar bara til að skrifa þar umsóknina sem við vorum að semja í sameiningu :-) Það kom mér á óvart hvað ég var lítið stressuð yfir því, fyrir nokkrum árum hefði ég roðnað og svitnað og óskað mér niður úr gólfinu að þurfa að standa fyrir framan hóp af ókunnugu fólki, hvað þá að tala og skrifa fyrir framan það tungumál sem er mér ekki mjög tamt. En þetta græddi ég á starfinum mínu á Landspítalanum blessuðum; þegar ég byrjaði að halda fyrirlestra þar þá var mér hreinlega óglatt af stressi og svaf varla nóttina á undan en sá rosalegi sviðsskrekkur virðist nú horfinn að mestu :-D

Mér leist sem sagt bara vel á skólann, kennarinn fínn og það virðist góður andi í bekknum :-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home