þriðjudagur, júní 28, 2005

Ein í kotinu

Þá er litli unginn minn floginn úr hreiðrinu í bili, flaug með barnapíunum til Billund á laugardaginn :'(
Ég verð að viðurkenna að það var soldið stór hnútur í maganum á mömmunni á föstudag og laugardag en mér leið strax betur að heyra í henni á laugardagskvöldið þegar hún var komin heilu og höldnu á Skólagötuna.
Ég hringdi svo í hana núna í kvöld og hún lék á alls oddi, hélt á Sabrínu á meðan hún talaði við mig og skemmti sér greinilega hið besta. Mátti svo sem alveg vera að því að tala við mig en þegar ég sagði jæja þá heyrðist strax bæ á hinum enda línunnar, ekkert verið að draga kveðjustundina á langinn :-) enda nóg að gera að leika við allar frænkurnar.
Gott að hún unir sér vel litla snúllan !

Svo er mútta vestur á fjörðum og kjallarafólkið flúið að heiman vegna skolpframkvæmda svo ég er næstum ein í öllu húsinu. Nú vantar bara að ég gefi upp heimilisfangið mitt og þá geta perrar landsins sameinast og ráðist inn á varnarlausa konuna ;-)

Ég hef annars drepið tímann frá því Birta fór með því að vinna eins og brjálæðingur, ég veit, ég veit, þetta átti ekki að verða eins og í síðasta starfi en þetta er tímabundin törn (hafiði nokkuð heyrt það áður... hehe).

Svo eru bara tveir dagar í Duran Duran! Hér verður auðvitað klikkað "fyrirtónleika" partý eins og við á þegar maður er 15 ára (tímabundið ástand sem ég geri ráð fyrir að brái af mér fyrir hádegi á föstudag) og auk þess einn heima ! Engin ákvörðun hefur verið tekin um "eftirtónleika" partý enda skipuleggja 15 ára það ekki fyrr en búið er að reka þá út úr tónleikahöllinni ;-)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þarf ég þá að fara að hugsa eins og 13 ára víst að þú ætlar að verða 15 aftur? O BOY.
Ég er ekki viss um að ég leggi það á nokkurn mann, held ég láti duga að mæta með vængi og grifflur á tónleikana ;o)
Hlakka til........
kv
Systa

29 júní, 2005 16:12  
Blogger BirtuMamma sagði...

OMG... vængir og grifflur... best ég fari niður í geymslu og leiti að Andy Taylor jakkanum mínum þá ;-)

29 júní, 2005 19:41  

Skrifa ummæli

<< Home