laugardagur, júlí 02, 2005

Duran

Well well well, þá eru hetjurnar búnar að stíga á stokk á klakanum !!!
Eins og Simon sagði; við erum loksins komnir eftir 25 ára bið. Og ég segi nú bara sem betur fer komu þeir ekki fyrr ! Því ef þeir hefðu komið hér fyrir ca. 20 árum þá hefði maður bara dáið, það er ekkert flóknara ;-)

Andy krútt :-)

Það var auðvitað klikkuð stemming, maður dansaði og söng (eða öskraði öllu heldur) eins og brjálæðingur. Soldið datt fjörið niður þegar þeir spiluðu nýju lögin sín en þakið ætlaði líka af höllinni í æsingnum þegar þeir tóku gamla góða slagara eins og Save a Prayer, Wild Boys, Planet Earth og fleiri og fleiri. Það var soldið krúttlegt að sjá allt þetta lið hátt á fertugsaldri algjörlega missa sig af æsingi yfir þessum "köllum" á sviðinu. Þeir mættu hins vegar athuga það þarna í Egilshöllinni að koma sér upp risaskjá fyrir svona mannmarga viðburði, ég get ekki sagt að maður hafi verið í neinu návígi við hljómsveitina þarna aftarlega í þessum 11 þúsund manna hópi. En skítt með það, stemmingin var ROSA góð og kvöldið frábært í alla staði :-D

Nú er maður kominn í ham og næsta mál á dagskrá er að finna tónleika með meistaranum Morrissey og fá einhvern með sér í pílagrímsferð til að hlusta á þann snilling !

Ps. ég veit ekki hvort það er bundið við mína tölvu en textinn á þessari blessuðu síðu minni á það til að hverfa af skjánum ! Þá virðist vera nóg að skrolla niður og upp aftur til að hann birtist. Vildi bara benda á þetta svo fólk missi ekki af einhverjum gullkornum sem ég skrifa hér ;-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home