föstudagur, júlí 22, 2005

Sumarfrí

Best ég skrifi hér inn ferðasöguna það sem af er, svona meðan ég bíð eftir að myndirnar úr nýju fínu stafrænu myndavélinni minni hlaðist inn á Birtu síðu :-D

Ég flaug sum sé út á föstudag og var komin á Sólbakkann til Fríðu og co. um kvöldið. Sat og spjallaði, drakk bjór og hélt fyrir þeim vöku fram eftir nóttu en á laugardaginn fórum við Fríða svo á strikið í smá búða- og kaffihúsaráp. Mér tókst auðvitað að kaupa mér nokkrar flíkur og ... surprize surprize ... eina tösku !!

Lestin mín fór svo frá Köben kl. hálfsjö. Vegna viðgerða á brautarteinunum þurfti ég að taka strætó hluta af leiðinni og svo tvær aðrar lestir þannig að Maggi og Linda ákváðu að sækja mig til Fredricia (upp með landakortin ;-) Stelpurnar stóðu í þeirri trú að ég kæmi með lest seint um kvöldið eða nóttina og var sagt að Maggi ætlaði að hitta mann í Fredricia þegar þau lögðu af stað í bíltúrinn. Þær urðu því ansi hissa þegar "maðurinn" reyndist vera ég en auðvitað grunaði þær þetta, svona eftir á að hyggja alla vega ;-)

Ég tók að sjálfsögðu rigninguna með mér frá Íslandi og við höfum því tekið því nokkuð rólega, farið í bíltúr til Sönderborgar, Aabenraa, Flensborgar og Tönder. Í gær hins vegar brunuðum við í Djurs sommerland sem er fyrir ofan Århus (voruði ekki ennþá með kortið við hendina ? ) og er samkvæmt rannsókn stelpnanna skemmtilegasta sommerlandið í Danmörku. Við vorum búnar að fylgjast vel með veðurspánni til að finna þurran dag og spáin reyndist rétt, það rigndi nánast þar til við lögðum bílnum fyrir utan Djurs en eftir það var fínt veður, ekki glampandi sól allan tíman en hlýtt og notalegt. Hér niðurfrá hins vegar rigndi allan daginn en í dag var sól svo þetta var snilldarplan :-)

Djurs var auðvitað æði, fullt af tækjum en líka trampólín og svoleiðis sem hægt var að hamast í sem er eiginlega vinsælla þegar upp er staðið.


Á leiðinni heim var allt stopp á hraðbrautinni, þar hafði orðið slys og hún var lokuð í marga klukkutíma. Linda fattaði sem betur fer að drífa sig strax að bakka að næsta exiti og við fórum eftir sveitavegum heim því annars hefðum við verið stopp þarna í alla vega fjóra tíma.

Læt þetta duga í bili... framhald síðar :-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home